Leyfisveitingar í mars 2010

Í marsmánuði voru gefin út 20 leyfi til vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við rannsóknir og verkefni.

 

Í marsmánuði voru gefin út 20 leyfi til vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við rannsóknir og verkefni.

2009/954 – Guðmundi Klemenzsyni og Sigurbergi Kárasyni, svæfinga- og gjörgæslulæknum á LSH, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Scandinavian Starch for Severe Sepsis/Septic Shock Trial (6S)“.

2010/50 – Sigurbirni Birgissyni, sérfræðingi í lyflækningum og meltingarsjúkdómum á LSH, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Magaraufun um húð með speglunartækni (PEG). Læknisfræðileg og siðferðileg athugun á PEG aðgerðum á Landspítala á 10 ára tímabili“.

2010/191 – Gerði Gröndal, Kristjáni Steinssyni, yfirlækni, Birni Guðbjörnssyni, og Árna Jóni Geirssyni, sérfræðingum í lyf- og gigtarlækningum, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Dregið úr skammtastærð Etanercept eða lyfjagjöf hætt hjá þátttakendum með iktsýki, sem eru einnig á Methotrexate meðferð og þar sem sjúkdómsvirkni er bæði lág og stöðug (DOSERA)“.  

2010/134 – Kristínu Jónsdóttur, sérfræðingi í fæðingar- og kvensjúkdómum á Landspítalanum og Evu Jónasdóttur, deildarlækni á Kvennasviði Landspítalans,  var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Flýtibatameðferð eftir legnám á Kvennadeild Landspítala. Má stytta legutíma eftir legnám, án þess að fjölga endurinnlögnum?“.  

2010/44 – Magnúsi Gottfreðssyni, sérfræðilækni á Landspítalanum, og Helgu Erlendsdóttur, lífeindafræðingi, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Klínísk rannsókn á ífarandi sýkingum með Streptókokkum af flokki B (GBS) á Íslandi árin 1975-2009“. 

2010/128 – Sveinn Tjörvi Viðarsson, laganemi við Háskólann í Reykjavík, fékk leyfi til aðgangs að gögnum hjá dómsmála- og mannréttindaráðuneytinu og hjá Útlendingastofnun í þágu rannsóknar sem ber yfirskriftina „Dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða“. 

2010/232 – Friðleifur Egill Guðmundsson, laganemi við Háskólann í Reykjavík, fékk leyfi til aðgangs að gögnum hjá dómsmála- og mannréttindaráðuneytinu og hjá Útlendingastofnun í þágu rannsóknar sem ber yfirskriftina „Brottvísun úr landi“.  

2010/159 – Jóni Steinari Jónssyni, sérfræðingi í heimilislækningum og Ágústi Óskari Gústafssyni, námslækni í heimilislækningum, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Greining og meðferð lungnabólgu hjá einstaklingum yfir 18 ára í heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu“. 

2010/156 – Brynjólfi Mogensen, dósent og yfirlækni á LSH, Kristni Sigvaldasyni, yfirlækni, Sigurbergi Kárasyni, yfirlækni, Elfari Úlfarssyni, sérfræðilækni, Benedikt Kristjánssyni, deildarlækni, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Höfuðáverkar meðhöndlaðir á Landspítala árin 1999-2009“. 

2009/664 – Þórarni Gíslasyni, yfirlækni á Lungnadeild Landspítalans, og Hagstofu Íslands var veitt leyfi til vinnslu persónuupplýsinga vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Dánarorsakir kæfisvefnssjúklinga“.  

2010/198 – Gunni Petru Þórsdóttur, f.h. Janssen-Cilag International NV, og Örnu Guðmundsdóttur, sérfræðingi í innkirtla- og efnaskiptasjúkdómum, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „A Randomized, Double-Blind, Placebo-Controlled, ParallelGroup, 26-Week, Multicenter Study with a 26-Week extension to Evaluate the Efficacy, Safety, and Tolerability of JNJ-28431754 (Canagliflozin) as Monotherapy in the Treatment of Subjects With Type 2 Diabetes Mellitus Inadequately Controlled With Diet and Exercise. The CANTATA-M Trial“. 

2009/665 – Þórarni Gíslasyni, yfirlækni á Lungnadeild Landspítalans, Sigrid Veasy, M.D. við University of Pennsylvania og Jóhannesi Björnssyni, prófessor við Háskóla Íslands, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Tauga- og lifrarvefsskemmdir í kæfisvefni“.  

2009/1010 – Sigurði Þorgrímssyni, sérfræðingi í barnalækningum, Erlu Þorleifsdóttur, deildarlækni á Barnaspítlala Hringsins, Ásgeiri Haraldssyni, prófessor í barnalækningum og Sigurði Kristjánssyni, yfirlækni bráðamóttöku barna á LSH, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Hölt börn á bráðamóttöku barna 2006 og 2007“. 

2009/1140 – Þóru Steingrímsdóttur, dósent við Háskóla Íslands, fæðingalækni á Landspítala og yfirlækni mæðraverndar Þróunarstofu Heilsugæslunnar, og Einari Stefáni Björnssyni, prófessor, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Gallstasi á meðgöngu“. 

2010/220 – Sigurði Guðmundssyni, forseta heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands,  var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Öryggi sjúklinga - tíðni óvæntra skaða á Landspítala háskólasjúkrahúsi (LSH) og Sjúkrahúsinu á Akureyri (FSA)“. 

2010/255 – Hjalta Má Þórissyni, sérfræðilækni í myndgreiningu, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Langtíma árangur meðhöndlunar lokana á iliac æðum með innæðaaðgerðum“. 

2010/164 – Ólafi Thorarensen og Laufeyju Ýr Sigurðardóttur, sérfræðilæknum á barnaspítala Hringsins, og Hildi Einarsdóttur, sérfræðilækni á röntgendeild Landspítala, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Afmýlingarbólgusjúkdómar í miðtaugakerfi barna og unglinga“. 

2010/244 – Berglindi Brynjólfsdóttur, sálfræðingi á barna- og unglingageðdeild LSH, og Dr. Unni Njarðvík, lektor við Háskóla Íslands, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Tengsl tilfinningaerfiðleika við daglegar rútínur barna“.

2009/1024 – Ólöfu Halldóru Bjarnadóttur, yfirlækni á tauga- og hæfingarsviði Reykjalundar, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Prófun á réttmæti og áreiðanleika á íslenskri þýðingu á lífsgæðalista fyrir ungt fólk með parkinsonsveiki, PDQ-39 IS 2. útgáfa“. 

2010/155 – Brynjólfi Mogensen, dósent og yfirlækni á Landspítala, Janusi Frey Guðnasyni, deildarlækni á Landspítala, Theodóri Friðrikssyni, sérfræðilækni á Landspítala, og Kristni Sigvaldasyni, yfirlækni á Landspítala, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Tíðni, orsakir og alvarleiki barnaslysa í Reykjavík árin 2000-2009“.

 

 




Var efnið hjálplegt? Nei