Leyfisveitingar í apríl 2010

Í aprílmánuði voru gefin út 12 leyfi til vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við rannsóknir og verkefni.

Í aprílmánuði voru gefin út 12 leyfi til vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við rannsóknir og verkefni.

2010/245 – Jóni Jóhannesi Jónssyni, dósent og yfirlækni á LSH, og Sunnu Sigurðardóttur, þróunarstjóra erfða- og sameindalæknisfræðideildar LSH, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Tengsl mislitunar við heilasmæð“. 

2010/162 – Hildi Harðardóttur, yfirlækni á Landspítalanum, Ragnheiði I. Bjarnadóttur, sérfræðingi á Landspítalanum og Heiðdísi Valgeirsdóttur, lækni á Landspítalanum, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Tíðni fylgikvilla við keisaraskurði á LSH“. 

2010/202 – Gunnari Sigurðssyni, prófessor og yfirlækni á Landspítala og Guðlaugu U. Þorsteinsdóttur, sérfræðingi á Landspítala, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Áhrif lystarstols (anorexia nervosa) á beinþéttni“. 

2010/18 – Tómasi Guðbjartssyni, prófessor og yfirlækni á Landspítala, Þórarni Arnórssyni og Sveini Guðmundssyni, sérfræðingum á Landspítala, Hannesi Sigurjónssyni, Sæmundi Oddssyni, Daða Jónssyni og Sigurði Ragnarsssyni, deildarlæknum á Landspítala, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Árangur opinna hjartaaðgerða á Íslandi 1986-2009“.

 2010/187 – Súsönnu Björgu Ástvaldsdóttur, lækni á Landspítala, Óttari Má Bergmann, Einari Björnssyni og Sigurði Ólafssyni, sérfræðingum í meltingarsjúkdómum á Landspítala, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Horfur og bráðameðferð á blæðandi vélindaæðahnútum“. 

2009/1074 – Hróðmari Helgasyni, lækni á Landspítala, Gunnlaugi Sigfússyni, lækni, og Gylfa Óskarssyni, lækni, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Opin fósturæð á Íslandi 1985-2009, 25 ára uppgjör“. 

2010/371 – Magnúsi Gottfreðssyni, sérfræðingi og prófessor á Landspítala, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Afturvirk rannsókn á lungnabólgu á Landspítala 2008-2009“. 

2010/279 – Sylvíu Ingibergsdóttur, sérfræðingi í geðhjúkrun á geðdeild LSH, og Jóhönnu Bernharðsdóttur, lektor, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Notkun virknitaflna, sem byggja á hugrænni atferlismeðferð, í hjúkrun sjúklinga á móttökugeðdeildum“. 

2010/241 – Maríu Heimisdóttur, yfirlækni á Hag- og upplýsingadeild LSH, Einari S. Björnssyni, prófessor og yfirlækni LSH, Huldu Harðardóttur, lyfjafræðingi og MS nema í heilsuhagfræði við HÍ, Tinnu Laufeyju Ásgeirsdóttur, lektor í Háskóla Íslands, Páli Möller, yfirlækni á LSH, og Karli Kristinssyni, 6. árs læknanema við HÍ, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám og til vinnslu persónuupplýsinga vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Kostnaður og ávinningur af meðhöndlun sjúklinga með TNFα hemlum annars vegar og skurðaðgerð hinsvegar við Crohn´s sjúkdómi á Íslandi“.  

2010/288 – Bárði Sigurgeirssyni, sérfræðingi í húðsjúkdómum, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Slembiröðuð, tvíblind, fjölsetra, samanburðarrannsókn við burðarefni og lyfleysu án burðarefnis, til að meta verkun, þol og öryggi af notkun TDT 067 tvisvará dag í 48 vikur hjá einstaklingum með vægan eða meðalsvæsinn naglsvepp fremst undir tánöglum“.  

2009/540 – Íslenskri erfðagreiningu ehf. (ÍE), og Hagstofu Íslands var veitt leyfi til vinnslu persónuupplýsinga vegna verkefnisins „Erfðir ónæmis gegn bólusetningum og sýkingum. Ættlægni alvarlegrar inflúensu.“  

2009/665 – Þórarinn Gíslason, yfirlæknir á Lungnadeild Landspítalans, Sigrid Veasy, M.D. við University of Pennsylvania, og Jóhannes Björnsson, prófessor við Háskóla Íslands, fengu leyfi til vinnslu persónuupplýsinga vegna rannsókna sem bera yfirskriftina „Tauga- og lifrarvefsskemmdir í kæfisvefni“ og „Dánarorsakir kæfisvefnssjúklinga“.




Var efnið hjálplegt? Nei