Leyfisveitingar í maí 2010

Í maímánuði voru gefin út 11 leyfi til vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við rannsóknir og verkefni.

Í maímánuði voru gefin út 11 leyfi til vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við rannsóknir og verkefni.

2010/225 – Laufeyju Tryggvadóttur, framkvæmdastjóra Krabbameinsskrár Íslands, Þorgerði Guðmundsdóttur, deildarlækni á Landspítala, Ólafi Gísla Jónssyni, sérfræðingi á Landspítala og Jørgen H. Olsen, framkvæmdastjóra rannsókna við Institute of Cancer Epidemiology í Danmörku, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Norræn rannsókn á krabbameini barn: síðkomnir fylgikvillar og forvarnir þeirra“.

2010/275 – Einari Stefánssyni, prófessor og yfirlækni á Landspítala, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Central Serous Chorioretinopathy á Íslandi 2004-2010“.

2010/303 – Kristjönu Magnúsdóttur, sálfræðingi, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Geðraskanir hjá börnum og unglingum á aldrinum 7-17 ára sem greinst hafa með röskun á einhverfurófi“. 

2010/311 – Ólafi Ó. Guðmundssyni, yfirlækni á Landspítala, og Gísla Hólmari Jóhannessyni, framkvæmdastjóra klínískra rannsókna Mentis Cura ehf., var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Áhrif omega-3 fitusýru bætts fæðis á ofvirkni með athyglisbrest, frumrannsókn“.  

2010/174 – Erlu Friðbjörnsdóttur, laganema, Dóms og mannréttindaráðuneytinu og Útlendingastofnun var veitt heimild til vinnslu persónuupplýsinga vegna rannsóknar sem heitir: „Stjórnsýsluréttur: Hælisleitendur - Andmælareglan við meðferð hælismála“. 

2010/407 – Einari Stefáni Björnssyni, yfirlækni á Landspítala, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Rannsókn á blæðingum frá meltingarvegi meðal sjúklinga á blóðþynningarlyfinu Kóvar“. 

2010/449 – Helga Sigurðssyni, prófessor krabbameinslækninga við læknadeild Háskóla Íslands, Matthíasi Halldórssyni, aðstoðarlandlækni, og Jóni Gunnlaugi Jónassyni, yfirlækni krabbameinsskrár hjá Krabbameinsfélagi Íslands var veitt leyfi til vinnslu persónuupplýsinga vegna rannsóknarinnar „Notkun á blóðfitulækkandi statínlyfjum og áhrif þeirra á tíðni krabbameins og lífshorfur eftir greiningu þeirra“. 

2010/450 – Helga Sigurðssyni, prófessor krabbameinslækninga við læknadeild Háskóla Íslands, Matthíasi Halldórssyni, aðstoðarlandlækni, og Jóni Gunnlaugi Jónassyni, yfirlækni krabbameinsskrár hjá Krabbameinsfélagi Íslands var veitt leyfi til vinnslu persónuupplýsinga vegna rannsóknarinnar „Notkun á kvenhormónalyfjum eftir tíðafráhvörf og áhrif þeirra á tíðni krabbameina með áherslu á brjóstakrabbamein“.  

2010/240 – Kristínu Valgerði Ólafsdóttur, félagsráðgjafa á Landspítala, Halldóri Kolbeinssyni, yfirlækni á Landspítala, Guðrúnu K. Blöndal, deildarstjóra á Landspítala, og Ástu Jónu Ásmundsdóttur, félagsráðgjafa á Landspítala, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Lífsgæði geðfatlaðra á endurhæfingardagdeild geðsviðs. Áhrif geðheilbrigðisþjónustu og sjónarhorn notenda“. 

2010/276 – Brynjólfi Mogensen, yfirlækni og dósent, Ágústi Mogensen, forstöðumanni Rannsóknarnefndar umferðarslysa og Kára Eyvindi Þórðarsyni, læknanema, var veitt heimild til vinnslu persónuupplýsinga vegna rannsóknar sem heitir: „Dánarmein látinna í umferðarslysum árin 1998-2009“.  

2010/142 – Einari Stefáni Björnssyni, yfirlækni á Landspítala,var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Rannsókn á faraldsfræði og horfum sjúklinga með fitulifur“.

 




Var efnið hjálplegt? Nei