Leyfisveitingar í júní 2010
Í júnímánuði voru gefin út 10 leyfi til vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við rannsóknir og verkefni.
Í júnímánuði voru gefin út 10 leyfi til vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við rannsóknir og verkefni.
2006/675 – Sævar Pétursson tannlæknir, sérfræðingur í munn- og kjálkaskurðlækningum, fékk endurútgefið leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina: ,,Dental implants placement in conjunction with osteotome sinus floor elevation: A retrospective analysis of ITI implants”.
2010/280 – Vilmundur Guðnason, prófessor og forstöðulæknir, f.h. Hjartaverndar, Tómas Guðbjartsson, prófessor og læknir, og Jóhann Páll Ingimarsson, deildarlækni, fengu heimild til samkeyrslu gagnagrunns Landspítala um nýrnafrumukrabbamein við gagnagrunn Hjartaverndar í þágu rannsóknarinnar „Áhættuþættir nýrnafrumukrabbameins á Íslandi“.
2010/470 – Jóni Magnúsi Kristjánssyni, sérfræðilækni og kennslustjóra slysa- og bráðasviðs á Landspítala og Björk Ólafsdóttur, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Einkenni sjúklinga með sýkta nýrnasteina“.
2010/469 – Gísla Heimi Sigurðssyni, yfirlækni og prófessor á Landspítala, Felix Valssyni, sérfræðilækni á Landspítala og Hörpu Viðarsdóttur, lækni á Landspítala, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Er hægt að nota BNP sem mælikvarða á alvarleika hjartabilunar og til að stýra hjartabilunarmeðferð hjá gjörgæslusjúklingum? - pilot rannsókn“.
2010/462 – Þórunni Ragnarsdóttur, sjúkraþjálfara, og Sigrúnu Knútsdóttir, yfirsjúkraþjálfara, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Könnun á færni og líðan fólk sem misst hefur fót/fætur og fengið endurhæfingu á Endurhæfingardeild Landspítala á Grensási 2000-2009“.
2010/444 – Bárði Sigurgeirssyni, Birki Sveinssyni, Jóni Hjaltalín Ólafssyni, Jóni Þrándi Steinssyni og Steingrími Davíðssyni, sérfræðingum í húðsjúkdómum, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „A multicenter extension trial of subcutaneously administered AIN457 in patients with moderate to severe chronic plaque-type psoriasis“ ásamt EudraCT tilvísunarnúmerinu 2009-017234-51.
2010/506 – Sigríður Haraldsdóttir fyrir hönd Landlæknisembættisins, Anna Birna Almarsdóttir, prófessor og Guðrún Þengilsdóttir, doktorsnemi, var veitt leyfi til samkeyrslu lyfjagagnagrunns Landlæknisembættisins við vistunarskrá heilbrigðisstofnana og samskiptaskrá heilsugæslustöðva en skrárnar eru báðar vistaðar hjá embættinu. Tilefnið er rannsóknin „Meðferðarheldni á statínum, þunglyndis- og sykursýkilyfjum“.
2010/472 – Birni Rúnari Lúðvíkssyni, prófessor og yfirlækni á Landspítala, og Birni Guðbjörnssyni, dósent og sérfræðingi á Landspítala, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Hjálpartæki til greiningar gigtar- og sjálfsofnæmissjúkdóma. The digital doktor aide“.
2010/499 – dr. Unnur Anna Valdimarsdóttir, dósent og forstöðumaður, f.h. Miðstöð í lýðheilsuvísindum, Ragnheiður Bjarnadóttir, fæðingalæknir á Landspítala, og dr. Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, lektor og umsjónarmaður MS náms í heilsufræðum við Háskóla Íslands, var veitt heimild til aðgangs að fæðingaskrá landlæknis í þágu rannsóknar undir heitinu: „Áhrif efnahagshrunsins á Íslandi 2008 á tíðni fyrirbura og léttburafæðinga“.
2010/549 – Hlíf Steingrímsdóttur, yfirlækni á Landspítala, Brynjari Viðarsyni, Guðmundi Rúnarssyni og Sigrúnu Reykdal, sérfræðingum á Landspítala, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Slembiröðuð þriðja stigs rannsókn á bortezomib, melphalan, prednisone (VMP), borið saman við háskammta melphalan fylgt eftir með bortezomib, lenalidomide, dexamethasone (VRD) og lenalidomide viðhaldsskammti hjá sjúklingum með nýgreint mergæxli (HOVON 95MM)“.