Nýtt starfsleyfi Creditinfo-Lánstrausts; einstaklingar
Persónuvernd hefur afgreitt umsókn Creditinfo-Lánstrausts um nýtt starfsleyfi varðandi vinnslu upplýsinga vegna einstaklinga. Að hluta til var fallist á umbeðnar breytingar en að hluta til var þeim hafnað.
Persónuvernd hefur afgreitt umsókn Creditinfo-Lánstrausts um nýtt starfsleyfi varðandi vinnslu upplýsinga vegna einstaklinga. Að hluta til var fallist á umbeðnar breytingar en að hluta til var þeim hafnað.
M.a. var fallist á að þegar félag er án stjórnar eða framkvæmdastjórnar við uppkvaðningu úrskurðar um töku bús til gjaldþrotaskipta sé heimilt að safna upplýsingum um þá einstaklinga sem síðast voru skráðir í fyrirsvari fyrir félagið allt að sex mánuðum áður en úrskurður var kveðinn upp. Hins vegar var ekki fallist á ákvæði þess efnis að afla megi samþykkis einstaklinga fyrir því að ekki þurfi undirritaða beiðni þeirra fyrir hverri fyrirspurn í upplýsingakerfi um fjárhagsskuldbindingar. Einnig voru gerðar nokkrar breytingar til skýringarauka.
Ákvörðun Persónuverndar.
Nýtt starfsleyfi Lánstrausts varðandi einstaklinga.