Leyfisveitingar í júlí og ágúst 2010

Í júlí og ágústmánuði voru gefin út 16 leyfi til vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við rannsóknir og verkefni.

 

Í júlí og ágústmánuði voru gefin út 16 leyfi til vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við rannsóknir og verkefni.

2009/972 – Ugga Þ. Agnarssyni, sérfræðingi á Landspítala, Goðmundi Þorgeirssyni, prófessor, og Jóni V. Högnasyni, sérfræðingi á Landspítala, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem bar yfirskriftina „Hjartaþelsbólga greind á Landspítala 1999-2008“.

2010/609 – Ingibjörgu Hilmarsdóttir, sérfræðilækni á Landspítala Háskólasjúkrahúsi, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám og lífsýnum vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Faraldsfræði Giardia lamblia á Íslandi: arfgerðagreining á Giardia sem greinst hefur í vefjasýnum manna“.

2010/381 – dr. Ólöfu Ástu Ólafsdóttur, lektor í ljósmóðurfræði, dr. Alexander Smárasyni, forstöðulækni Kvennadeildar FSA og dósent við Heilbrigðisvísindastofnun Háskólans á Akureyri og Berglindi Hálfdánsdóttur, ljósmóður og meistaranema við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Útkoma fyrirfram ákveðinna heimafæðinga á Íslandi - afturvirk rannsókn“.

2010/295 – Sunnu Guðlaugsdóttur, sérfræðilæknis og klínísks lektors, Einars Stefáns Björnssonar, yfirlæknis og prófessors, Jóns Gunnlaugs Jónassonar, meinafræðings, og Berglindar Eikar Guðmundsdóttur, læknakandidat, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Barrett´s slímhúðarbreytingar í vélinda, nýgengi og alvarleiki milli tveggja tímabila“.  

2010/977 – Ingibjörgu Hilmarsdóttur, sérfræðilækni á LSH, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Breiðvirkir beta-laktamasar á Landspítala háskólasjúkrahúsi: rannsókn á faraldri á árunum 2006 - 2010“. 

2009/516 – Bjarna A. Agnarssonar sérfræðings og Önnu Margrétar Jónsdóttur deildarlæknis, var veitt heimild til vinnslu persónuupplýsinga vegna rannsóknarinnar „Atypískir spitz nevusar á Íslandi á árunum 1988–2008“.

2010/432 – Ingunni Hansdóttur, sálfræðingi hjá SÁÁ, og Erlu Björg Birgisdóttur, cand. psych. nema, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Meðferð á geðheilsu unglinga sem koma til vímuefnameðferðar á Sjúkrahúsið Vog“.  

2009/107 – Guðmundi Daníelssyni, sérfræðingi á LSH, Vigdísi Pétursdóttur, sérfræðingi, og Höllu Viðarsdóttur, deildarlækni, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Schwannoma á Landspítala 1984-2008“. 

2010/263 – Vilhjálmi Rafnssyni, prófessor, Ragnhildi Guðrúnu Finnbjörnsdóttur, meistaranema í líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands, Helga Zoëga, rannsóknarsérfræðingi og doktorsnema, og Erni Ólafssyni, stærðfræðingi var veitt heimild til vinnslu persónuupplýsinga vegna rannsóknarinnar „Áhrif loftmengunar í Reykjavík á hjarta- og æðasjúkdóma“.   

2009/710 – Hjartavernd og Ólafi Skúla Indriðasyni, lækni, var veitt heimild til vinnslu persónuupplýsinga í þágu rannsóknarinnar „Afdrif einstaklinga með langvinnan nýrnasjúkdóm“. 

2010/608 – Önnu Maríu Káradóttur, var veittur aðgangur að gögnum hjá Barnavernd Reykjavíkur og Fangelsismálastofnun vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Samspil barnaverndar- og refsivörslukerfisins“.

2010/382 –  Solveigu Sigurðardóttur var veitt leyfi til vinnslu persónuupplýsinga vegna rannsóknarinnar „Behavioral and emotional symptoms of preschool children with cerebral palsy“. 

2010/633 – Kolbrúnu Gunnarsdóttur, cand.med, og  Ólafi Elíassyni, yfirlækni á taugalækningadeild LSH, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Tíðni floga og flogaveiki eftir heilaslag (heilablóðfall)“.  

2010/668 – Vilmundi Guðnasyni, prófessor og forstöðulækni, f.h. Hjartaverndar, Hrafni Tuliniusar, prófessor emeritus og fyrrverandi yfirlækni Krabbameinsskrár og Laufeyju Tryggvadóttur, framkvæmdastjóra Krabbameinsfélags Íslands, var veitt heimild til samkeyrslu krabbameinsskrár Krabbameinsfélags Íslands við gagnagrunn Hjartaverndar í þágu rannsóknarinnar „Áhættuþættir fyrir krabbamein, faraldsfræðileg rannsókn 22946 Íslendinga“. 

2010/629 – Má Kristjánssyni, yfirlækni smitsjúkdómadeildar Landspítala, Berglindi Guðrúnu Chu, meistaranema við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og Þóru Jenný Gunnarsdóttur, lektor við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Rannsókn á áhrifum Tea tree ilmkjarnaolíu á húðnetjubólgu fótleggs hjá fullorðnum einstaklingum sem hafa húðnetjubólgu í flokki II samkvæmt flokkunarkerfi Eron/Dall“.  

2010/676 – Brynju Björnsdóttur, meistaranema í sagnfræði við Háskóla Íslands, var veitt heimild til aðgangs að gögnum hjá Þjóðskjalasafni Íslands vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Hjónaskilnaðir á Íslandi 1890-1960“.

 

 

 




Var efnið hjálplegt? Nei