Leyfisveitingar í september 2010
Í septembermánuði voru gefin út 2 leyfi til vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við rannsóknir og verkefni.
Í septembermánuði voru gefin út 2 leyfi til vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við rannsóknir og verkefni.
2010/524 – Vilhjálmi Rafnssyni, prófessor, f.h. Miðstöðvar í Lýðheilsuvísindum, Aðalbjörgu Kristbjörnsdóttur, MPH-nema, Laufeyju Tryggvadóttur, Framkvæmdastjóra Krabbameinsskrár, Unni Önnu Valdimarsdóttur, dósent í faraldsfræði, og Hólmfríði Kolbrúnu Gunnarsdóttur, gestaprófessor hjá Miðstöð í lýðheilsuvísindum við HÍ var veitt leyfi til vinnslu persónuupplýsinga vegna rannsóknarinnar „Byggingarefni húsa og áhætta á krabbameini: Lýðgrunduð hóprannsókn“.
2010/710 – Baldri Tuma Baldurssyni, sérfræðilækni á húðsjúkdómadeild LSH, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Sárameðferð með stoðefni úr fiskipróteinum“.