Leyfisveitingar í október 2010

Í október voru gefin út 8 leyfi til vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við rannsóknir og verkefni.

Í október voru gefin út 8 leyfi til vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við rannsóknir og verkefni.

2010/142 – Einar S. Björnsson var veitt leyfi til vinnslu persónuupplýsinga í þágu „Rannsóknar á faraldsfræði og horfum sjúklinga með fitulifur“.

2010/460 – Hallgrími Guðjónssyni var veitt viðbótarleyfi til vinnslu persónuupplýsinga vegna rannsóknar er ber yfirskriftina „Framhaldsrannsókn á faraldsfræði glútenóþols í görn“.

2010/43 – Valgerði Sigurðardóttur var veitt viðbótarleyfi til vinnslu persónuupplýsinga vegna rannsóknar er ber yfirskriftina „Skráning markmiða, algengra einkenna og frávika í meðferðarferli fyrir deyjandi á þremur deildum Landspítala“.

2010/676 – Brynju Björnsdóttur var veitt viðbótarleyfi til vinnslu persónuupplýsinga vegna rannsóknar er ber yfirskriftina „Hjónaskilnaðir á Íslandi 1870-1960“.

2010/922 – Óskari Þór Jóhannessyni var veitt viðbótarleyfi til vinnslu persónuupplýsinga vegna rannsóknar er ber yfirskriftina „Rannsókn á erfðum geislanæmis og brjóstakrabbameins“.

2010/903 – Yfirskattanefnd og Helgu Sigmundsdóttur var veitt leyfi til vinnslu persónuupplýsinga vegna rannsóknar er ber yfirskriftina „Andmælareglan í skattarétti“.

2010/806 – Þórarni Gíslasyni og Landlæknisembættinu var veitt heimild til vinnslu persónuupplýsinga vegna rannsóknar er ber yfirskriftina „RHINE II - langtímarannsókn á astma, ofnæmi og lungnasjúkdómum á Norðurlöndunum“

2010/799 – Jónínu Guðjónsdóttur, lektor í geislafræði Háskóla Íslands og geislafræðingi hjá Læknisfræðilegri myndgreiningu, Karli Andersen, prófessor í lyflæknisfræði, Díönu Óskarsdóttur, námsbrautarstjóra í geislafræði við Læknadeild Háskóla Íslands og geislafræðingi í Hjartavernd, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Áhrif kalks í kransæðum á greiningargildi TS kransæðarannsóknar“.



Var efnið hjálplegt? Nei