Leyfisveitingar í febrúar 2011

Í febrúar voru gefin út 7 leyfi til vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við rannsóknir og verkefni

Í febrúar voru gefin út 7 leyfi til vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við rannsóknir og verkefni.

2011/71 - Ólafi Skúla Indriðasyni, lækni á LSH, veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Langvinnur nýrnasjúkdómur og háþrýstingur hjá almennu þýði á Íslandi“

2011/19 - Birni Zoëga, bæklunarskurðlækni við LSH og Aroni Björnssyni, yfirlækni heila- og taugaskurðlækninga veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „NICE -Fjölsetra, framvirk, slembiröðuð, samanburðarrannsókn, til að meta virkni og öryggi Aperius™ PercLID™ kerfisins miðað við sjálfstæða, þrýstingsminnkandi skurðaðgerð vegna hrörnunar í lendarhrygg sem leiða til heltikasta sem eiga upptök sín í taugakerfinu.“

2011/14 - Aðalbirni Þorsteinssyni, yfirlækni á Landspítala-Háskólasjúkrahúsi, Hildi Harðardóttur, yfirlækni á Landspítala-Háskólasjúkrahúsi og Jóhanni Sigurjónssyni, læknanema, dags. 5. janúar 2011 veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Utanbastsdeyfingar við fæðingar á Landspítala 1991-2010 - Áhrif á fæðingarmáta“.

2011/118 - Halldóru Eyjólsfsdóttur, aðstoðarmanni yfirsjúkraþjálfara, Ástu S. Guðmundsdóttur, sjúkraþjálfara, Brynju Haraldsdóttur sjúkraþjálfara og Dr. Maríu Ragnarsdóttur, rannsóknarsjúkraþjálfara veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Árangur uppbyggingar brjósts með flipa úr bakbreiðivöðva miðað við vætningar sjúklings og áhrif aðgerðarinnar á öxl, brjóstkassa og bak.“

2011/119 -  Gísla Heimi Sigurðssyni, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands og yfirlækni á svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala, Sigurbergi Kárasyni, yfirlækni á Landspítala, Ásbirni Blöndal, sérfræðilækni á Sjúkrahúsinu á Akureyri, og Birni Gunnarssyni, yfirlækni á svæfingadeild Sjúkrahússins á Akranesi var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Horfur sjúklinga sem undirgangast skurðaðgerðir í Evrópu.European Surgical Outcome Study (EuSOS)“.

2011/193 - Hlíf Steingrímsdóttur, yfirlækni blóðlækninga á LSH, Vilhelmínu Haraldsdóttur og Helgu Ögmundsdóttur, yfirlækni og prófessor veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Mergæxli (Multiple Myeloma) á Íslandi frá 2000-2010. Samanburður á forspárþáttum, meðferð og lifun sjúklinga 1980-2000 og 2000-2010“.

2011/279 - Brynju Ingadóttur, sérfræðingi í hjúkrun, Elínu J.G. Hafsteinsdóttur, hjúkrunarfræðingi og hagfræðingi, Önnu Maríu Ólafsdóttur, hjúkrunarfræðingi á LSH, Lilju Ásgeirsdóttur, hjúkrunarfræðingi á LSH, Margréti Sjöfn Torp, hjúkrunarfræðingi og gæðastjóra á LSH, Láru Borg Ásmundsdóttur, sérfræðingi í hjúkrun á LSH, Herdísi Sveinsdóttur, Ph.D prófessor í hjúkrun við HÍ og forstöðumanni fræðasviðs hjúkrunar á skurðlækningasviði LSH, veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Fasta sjúklinga fyrir skurðaðgerð á Landspítala“.


Var efnið hjálplegt? Nei