Nýtt starfsleyfi fyrir Creditinfo-Lánstraust; lögaðilar

Persónuvernd hefur afgreitt umsókn Creditinfo Lánstrausts um nýtt starfsleyfi til vinnslu upplýsinga um lögaðila. Eru breytingarnar í samræmi við nýútgefnar breytingar á einstaklingaleyfi.

Persónuvernd hefur afgreitt umsókn Creditinfo Lánstrausts um nýtt starfsleyfi til vinnslu upplýsinga um lögaðila. Eru breytingarnar í samræmi við nýútgefnar breytingar á einstaklingaleyfi.

Bæst hefur við ákvæði í 2. gr. leyfisins sem heimilar skráningu upplýsinga um eignaleysisyfirlýsingar skuldara samkvæmt gjaldþrotaskiptalögum.

Að auki hefur verið fallist á breytingu á 4. gr. leyfisins sem fjallar um upplýsingakerfi um fjárhagsskuldbindingar sem flett er upp í vegna umsókna um lánafyrirgreiðslu. Fyrirspurnir í kerfið hafa byggst á beiðnum frá hinum skráðu sjálfum sem verða að hafa verið veittar skriflega. Þá hefur slík beiðni aðeins mátt taka til einnar fyrirspurnar sem hefur orðið að fara fram eigi síðar en þremur dögum eftir undirritun beiðni.

Nýtt starfsleyfi Creditinfo-Lánstraust; lögaðilar.


Var efnið hjálplegt? Nei