Leyfisveitingar í júlí 2011

Í júlí voru gefin út alls 15 leyfi til vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við rannsóknir og verkefni.

Í júlí voru gefin út alls 15 leyfi til vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við rannsóknir og verkefni.

2011/807 - Önnu Ingibjörgu Opp, mastersnema í félagsráðgjöf við HÍ var veitt leyfi til aðgangs að gögnum hjá Velferðarsviði Reykajvíkurborgar  vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Stuðningsfjölskyldur í Reykjavík: Umfang, markmið, framkvæmd og málalok“.

2011/798 - Hildi Sigurðardóttur, ljósmóður og lektor, og Sólveigu Þórðardóttur, ljósmóður á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Lausnasteinn - meðferðarprógram vegna erfiðrar reynslu og eftir fæðingu. Mat á þróun og árangri meðferðar“.

2011/765 - Danfoss hf. var veitt heimild til flutnings persónuupplýsinga frá Íslandi til Cap Gemini India Private Limited, SEP-2, B-3, Godrej Industrial Complex, Eastern Express Highway Vikhroli East, Mumbai 400 079, Indlandi.

2011/763 - Gerði Gröndal, Kristjáni Steinssyni, yfirlækni og Þórunni Jónsdóttur, sérfræðingum í lyf- og gigtarlækningum var veitt leyfi til vinnslu persónuupplýsinga vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Fjölsetra, slembiröðuð, samsíða rannsókn til að meta svörun við innrennslisgjöf með tocilzumab yfir 31 mínútu borið saman við innrennslisgjöf yfir 1 klukkustund hjá sjúklingum með meðalvirka eða alvarlega iktsýki (ACT FAST)“ ásamt EudraCT tilvísunarnúmerinu 2011-002363-15.

2011/725 - Ludvig Guðmundssyni, yfirlækni offitusviðs Reykjalundar, Guðlaugi Birgissoni, sjúkraþjálfara á Reykjalundi og meistaranema við Háskóla Íslands  og  Maríönnu Þórðardóttir, meitaranema við Háskóla Íslands var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Árangur atferlismeðferðar með eða án hjáveituaðgerðar hjá alvarlega offeitum einstaklingum (BMI 35), 3-4 ára eftirfylgd.“.

2011/716 - Guðbjörgu Grétu Steinsdóttur, nema í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands, og Anni G. Haugen, lektor í félagsráðgjöf, var veitt leyfi til aðgangs að gögnum hjá Barnavernd Kópavogs vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Afdrifarannsókn Barnaverndar Kópavogs: Rannsókn á félagslegri stöðu ungs fólks er barnavernd hafði afskipti af á unglingsárum“.

2011/694 - Elvu Gísladóttur, næringarfræðingi hjá Landlæknisembættinu og Landlæknisembættinu  var veitt undanþága til að bera lista saman við bannskrá þjóðskrár, í þágu vísindarannsóknar, í samræmi við 7. mgr. 28. gr. laga nr. 77/2000.

2011/691 - Jóni Jóhannesi Jónssyni, yfirlækni á erfða- og sameindalæknisfræðideild Landspítala, Vigdísi Stefánsdóttur, erfðaráðgjafa á Landspítala, og Óskari Jóhannssyni, krabbameinslækni, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Notkun rafrænna ættfræðigrunna í erfðaheilbrigðisþjónustu“.

2011/643 - Ragnheiði Ósk Erlendsdóttur, sviðsstjóri á heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Brynju Örlygsdóttur, lektor við hjúkrunarfræðideild HÍ og Margréti Héðinsdóttur, hjúkrunarfræðingi við heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Lífstíll, líðan og líkamsþyngdarstuðull skólabarna“.

2011/616 - Önnu Sigríði Vernharðsdóttur, ljósmóður og klínískum lektor, Berglindi Steffensen, fæðingar- og kvensjúkdómalækni, Reyni Tómasi Geirssyni, prófessor og yfirlækni, og Gróu Margréti Jónsdóttur, ljósmóður og gæðastjóra, var veitt leyfi til vinnslu persónuupplýsinga í þágu rannsóknarinnar „Innleiðing á breyttu vinnulagi við barnsfæðingar til að fækka 3. og 4. gráðu spangarrifum“, en fyrirhugað er að ljúka rannsókninni í síðasta lagi í árslok 2015.

2011/541 - Rannveigu J. Jónasdóttur, hjúkrunarfræðingi á gjörgæsludeild Landspítala Fossvogi, Ólöfu Rögnu Ámundadóttur, sjúkraþjálfara á Landspítala og doktorsnema við HÍ, Gísla H. Sigurðssyni, prófessor/yfirlækni, Kristni Sigvaldssyni, yfirlækni, Brynju Haraldsdóttur og Helgu Sjöfn Jóhannesdóttir, sjúkraþjálfurum á Landspítala, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Eftirgæsla gjörgæslusjúklinga eftir útskrift af gjörgæslu: Þróun og mat á þverfaglegri eftirgæslu, stýrt af gjörgæsluhjúkrunarfræðingi“.

2011/540 - Hauki Örvari Pálmasyni, sálfræðingi og Höllu Helgadóttur, sálfræðing á Mentis Cura ehf., og Gyðu Haraldsdóttur, sviðsstjóra Þroska -og hegðunarstöðvar heilsugæslunnar, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Athugun á áhrifum tölvustýrðra verkefna á vinnsluminni barna með athyglisbrest- og ofvirkni (ADHD)“.

2011/525 - Guðrúnu Kristjánsdóttur, prófessor í hjúkrunarfræði og forstöðumanni barnahjúkrunar við HÍ og Landspítala Háskólasjúkrahúss, Oddnýju Kristinsdóttur, hjúkrunarfræðingi og nema í meistaranámi við hjúkrunarfræðideild HÍ og Ólafi Gísla Jónssyni, sérfræðilækni á Barnspítala Hringsins, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Alvarleg munnslímhúðarbólga hjá börnum sem greinst hafa með krabbamein á Íslandi frá 2001-2011: Tíðni, áhættuþættir og afleiðingar -Afturskyggn rannsókn“.

2011/513 - Dóru Lúðvíksdóttur, Sigurði Júlíussyni, sérfræðilæknum á LSH, Kristínu Báru Jörundsdóttur, hjúkrunarfræðingi á LSH og Óla Andra Hermannssyni, læknanema við Háskóla Íslands, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Áreynslubundin andnauð“.

2011/502 - Sigríði Lóu Jónsdóttur og Svandísi Ásu Sigurjónsdóttur, sálfræðingum, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Birtingartími fyrstu einkenna og gruns um röskun á einhverfurófi: Samanburður á börnum á aldrinum 2-6 ára og 7-17 ára“.



Var efnið hjálplegt? Nei