Leyfisveitingar í ágúst 2011

Í ágúst voru gefin út alls 6 leyfi til vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við rannsóknir og verkefni.
Í ágúst voru gefin út alls 6 leyfi til vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við rannsóknir og verkefni.

2011/858 - Birni Rúnari Lúðvíkssyni, yfirlækni og prófessor, Kristjáni Erlendssyni, framkvæmdastjóra á Landspítala-háskólasjúkrahúsi (LSH), Herði Snævari Harðarsyni, sérfræðingi á sýkladeild LSH og Dagrúnu Jónasdóttur, aðstoðarlækni á LSH var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Tilfellalýsing og faraldsfræði Lyme sjúkdóms á Íslandi“.

2011/837 – Sigríði Ástu Hauksdóttur var veitt leyfi til aðgangs að gögnum hjá Vinnumálastofnun á Norðurlandi eystra, vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Áhrif langtímaatvinnuleysis í fjölskyldum á Akureyri í kjölfar efnahagshrunsins“.

2011/712 - Maríu Ragnarsdóttur, sviðsstjóra á LSH, Ásdísi Kristjánsdóttur, sviðsstjóra á Reykjalundi, Hans J Beck, lækni á Reykjalundi, Magdalenu Ásgeirsdóttur, sérfræðingi á Reykjalundi og Pétri Hannessyni, yfirlækni á LSH var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Mynstur öndunarhreyfinga í baklegu og standandi með framhalla hjá einstaklingum með langt genginn lungnasjúkdóm og mæði í hvíld.“.

2011/703 - Árna Kristinssyni, prófessor og lækni, Axel Sigurðssyni, lækni og Stefaníu Snorradóttur, hjúkrunarfræðingi var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Framhaldsskoðun þátttakenda í ASCOT rannsókninni, ASCOT-10“.

2011/645 - Funa Sigurðssyni, sálfræðingi, Lindu Dögg Hólm, nema við Háskóla Íslands og Evu Bryndísi Pálsdóttur, nema við Háskóla Íslands var veitt leyfi til aðgangs að gögnum hjá Barnarverndarstofu vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Fjölkerfameðferð (MST) á Íslandi“.

2011/589 - Einari Stefán Björnssyni, yfirlækni og prófessor, Helgu Tryggvadóttur, deildarlækni, Magdalenu Sigurðardóttur, hjúkrunarfræðingi, Sigurði Blöndal, skurðlækni, Kristínu Huld Haraldsdóttur, skurðlækni, Agnesi Smáradóttur, krabbameinslækni, Friðbirni Sigurðssyni, krabbameinslækni, Maríönnu Garðarsdóttur, röntgenlæknir, Jóni Gunnlaugi Jónssyni, meinafræðingi var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Lifrarskaði af völdum krabbameinslyfja hjá sjúklingum með meinvörp frá ristilkrabbameini“



Var efnið hjálplegt? Nei