Leyfisveitingar og tilkynningar í nóvember 2011

Í nóvember voru samtals veitt 10 leyfi í tengslum við rannsóknir og verkefni. Einnig bárust stofnuninni 38 tilkynningar um vinnslu persónuupplýsinga.

Í nóvember voru samtals veitt 10 leyfi í tengslum við rannsóknir og verkefni. Einnig bárust stofnuninni 38 tilkynningar um vinnslu persónuupplýsinga.


Veitt leyfi í tengslum við rannsóknir og verkefni:

2011/1105 - Kjartani Örvar, sérfræðingi í lyflækningum og meltingarsjúkdómum á LSH, Einari Oddssyni, sérfræðingi í lyflækningum og meltingarsjúkdómum á LSH, og Einari Stefáni Björnssyni, sérfræðingi í lyflækningum og meltingarsjúkdómum á LSH var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Fasa 3, slembiröðuð, tvíblind, fjölsetra, samhliða samanburðarrannsókn við lyfleysu til að meta öryggi og verkun ustekinumab innleiðslumeðferðar hjá einstaklingum með miðlungs til alvarlegan Crohns sjúkdóm“.

2011/1276- Helgu Ágústu Sigurjónsdóttur, sérfræðilækni á innkirtladeild Landspítalans í Fossvogi,  var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Frumkomið aldósterónheilkenni á Íslandi á árunum 2007-2011“.

2011/1249- Jóni Friðriki Sigurðssyni var veitt leyfi til samkeyrslu sjúkraskrárupplýsinga við lyfjagagnagrunn Landlæknisembættisins vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Hugræn atferlismeðferð í almennri heilsugæslu. Bætir hún árangur meðferðar sjúklinga með almennar tilfinningaraskanir í heilsugæslunni“

2011/1235- Elíasi Ólafssyni, yfirlækni á taugalækningadeild Landspítala, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Flogabreytingar í heilariti án sögu um flog. Hver var undirliggjandi sjúkdómur? Rannsókn hjá öllum sem fóru í heilarit á Íslandi á þriggja ára tímabili“.

2011/1206- Guðlaugu Þorsteinsdóttur, lækni á göngudeild geðdeildar LSH, og Sigurði Páli Pálssyni, geðlækni á LSH var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Getum við spáð fyrir um meðferðarheldni hjá einstaklingum sem vísað er í meðferð vegna átraskana“.

2011/1191 - Ingu B, Árnadóttur, tannlækni og prófessor hjá Tannlæknadeild Háskóla  var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Tannheilsa barna er sóttu Hjálparvakt tannlækna 2009 og barna sem tóku þátt í Átaksverkefni 2011“.

2011/1116- Önnu Gunnarsdóttur, barnaskurðlækni á Barnaspítala Hringsins og  Arnari Þór Tulinius, læknanema við Háskóla Íslands og Hildi Harðardóttur, yfirlækni á kvennadeild LSH, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Meðfæddir kviðveggsgallar á Íslandi 1984-2010“.

2011/1027- Steinunni Birnu Magnúsdóttur var veitt leyfi til aðgangs að gögnum hjá innanríkisráðuneytinu vegna rannsóknar í tengslum við skrif á ML ritgerð og veita aðgang að úrskurðum ráðuneytisins í málum er varða dagsektir á grundvelli barnalaga.

2011/1004- Sigrúnu Kristjánsdóttur, yfirljósmóður á Heilbrigðisstofnun Suðurlands og meistaranema, Ólöfu Ástu Ólafsdóttur, lektor við HÍ og Ragnheiði Bjarnadóttur, sérfræðingi í fæðinga- og kvennsjúkdómalækningum á LSH var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Er öruggt að fæða í heimabyggð? Útkoma úr fæðingum á Heilbrigðisstofnun Suðurlands árið 2010“.

2011/1002- Friðbirni Sigurðssyni, sérfræðingi á Landspítala í lyf- og krabbameinslækningum; Hlíf Steingrímsdóttur, yfirlækni blóðlækninga á sama spítala; Sigrúnu Reykdal, Brynjari Viðarssyni og Guðmundi Rúnarssyni, sérfræðingum í lyf- og blóðlækningum; og Agnesi Smáradóttur, sérfræðingi í lyf- og krabbameinslækningum var veitt leyfi til vinnslu persónuupplýsinga í þágu „Fasa 3, slembiraðaðrar, samsíða, tvíblindrar rannsóknar til að bera saman verkun og öryggi CT P10 við samanburðarlyfið MabThera®, hjá sjúklingum með langt gengið hnútótt eitilfrumukrabbamein, þar sem bæði lyfin eru gefin ásamt CVP lyfjameðferð (cýklífosfamíð, vínkristín, og prednisólon)“.

2011/530– Landlæknisembættinu og  Páli Torfa Önundarsyni, yfirlækni blóðmeinafræðideildar Landspítala og prófessors við læknadeild Háskóla Íslands, Brynju R. Guðmundsdóttur, þróunarstjóra, Einars Stefáns Björnssonar, yfirlæknis og prófessors við HÍ, Brynjars Viðarssonar, sérfræðilækni, Davíð O. Arnar, yfirlækni, Kristínar Ásu Einarsdóttur, deildarlífeindarfræðingi, Magnúsar K. Magnússonar, prófessors í læknisfræðilegri lyfjafræði, Ólafs Skúla Indriðasonar, sérfræðilæknis, Péturs S. Gunnarssonar, forstöðumanns, Rannveigar Einarsdóttur, forstöðulyfjafræðings og Charles W. Francis, prófessors við University of Rochester, New York, var veitt leyfi til samkeyrslu við lyfjagagnagrunn Landlæknisembættisins vegna rannsóknarinnar  „Samanburður á árangri blóðþynningar með warfaríni (Kóvar) þegar skömmtun byggir á INR annars vegar og á Fiix-INR hins vegar. Framsæ, slembuð og tvíblind samanburðarrannsókn“.

 

Þá bárust stofnuninni 38 tilkynningar um vinnslu persónuupplýsinga. Tilkynningar eru birtar á heimasíðu stofnunarinnar. Hægt er að leita í tilkynningarkerfi stofnunarinnar hér.





Var efnið hjálplegt? Nei