Leyfisveitingar og tilkynningar í desember 2011

Í desember voru samtals veitt 3 leyfi í tengslum við rannsóknir og verkefni. Einnig bárust stofnuninni 31 tilkynning um vinnslu persónuupplýsinga.

Í desember voru samtals veitt 3 leyfi í tengslum við rannsóknir og verkefni. Einnig bárust stofnuninni 31 tilkynning um vinnslu persónuupplýsinga.


Veitt leyfi í tengslum við rannsóknir og verkefni:

2011/1259- Berglindi Brynjólfsdóttur, sálfræðingi, og Dr. Urði Njarðvík, lektor við Háskóla Íslands, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Tengsl tilfinningaerfiðleika við daglegar rútínur barna“.

2011/1275 - Þorsteini Jónssyni, aðjúnkt í bráða- og gjörgæsluhjúkrun við hjúkrunarfræðideild HÍ og Guðbjargar Pálsdóttur, sérfræðingi í bráðahjúkrun á  LSH, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Fyrstu skráðu lífeðlisfræðileg gildi sjúklinga á bráðadeild Landspítala í Fossvogi“.

2011/1277- Teiti Jónssyni, tannlækni og dósent við Háskóla Íslands, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Tannígræðsla: Langtímaþróun tann- og stoðvefja eftir flutning framjaxla“.


Þá bárust stofnuninni 31 tilkynning um vinnslu persónuupplýsinga. Tilkynningar eru birtar á heimasíðu stofnunarinnar. Hægt er að leita í tilkynningarkerfi stofnunarinnar hér.



Var efnið hjálplegt? Nei