Leyfisveitingar og tilkynningar í janúar 2012
Í janúar 2012 voru samtals veitt 14 leyfi í tengslum við rannsóknir og verkefni. Einnig bárust stofnuninni 50 tilkynningar um vinnslu persónuupplýsinga.
Veitt leyfi í tengslum við rannsóknir og verkefni:
2012/58 - Dagmar Kr. Hannesdóttur, sálfræðingi á Þroska- og hegðunarstöð, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Samanburður á meðferðarúrræðum: Foreldraþjálfun barna með ADHD og Snillinganámskeið“.
2012/56- Helgu M. Ögmundsdóttur, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, Jóni Gunnlaugi Jónassyni, yfirlæknir Krabbameinsskrár Íslands, Úlfari Thoroddsen, 3. árs læknanema, og Má Egilssyni, meistaranema í læknadeild var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Sjálfsát í brjósta- og briskrabbameinsæxlum“.
2012/11- Elíasi Ólafssyni, yfirlækni taugadeildar á LSH, Sigurjóni B. Stefánssyni, sérfræðilækni og Brynhildi Hafsteinsdóttur, læknanema, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Algengi og nýgengi CIDP á Íslandi 1991-2011“.
2012/3 - Ingunni Þorsteinsdóttur, lækni á LSH, var veitt leyfi til aðgangs að þjónustusýnasafni vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Notkun sjúklingasýna í stað gæðamatssýna fyrir samanburðarmat á niðurstöðum lífefnarannsókna á klínískum lífefnafræðideildum“.
2011/1411 - Garðari Mýrdal, forstöðumanni geislaeðlisfræðideildar Landspítala, Maríu Saastre, eðlisfræðingi við geislaeðlisfræðideild Landspítala, Jónínu Guðjónsdóttur, geislafræðingi og lektor við læknadeild Háskóla Íslands, og Þóru Sif Guðmundsdóttur, diplómanema í geislafræði var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Mat á geislaskömmtun í meðferðarsvæði og áhættulíffæri við innri geislameðferð gegn leghálskrabbameini á Landspítala“.
2011/1410 - Garðari Mýrdal, forstöðumanni geislaeðlisfræðideildar LSH, Hönnu Björgu Henrysdóttur, eðlisfræðingi á geislaeðlisfræðideild LSH, og Gunnari Aðils Tryggvasyni, diplómanema í geislafræði við læknadeild Háskóla Íslands, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Útreikningur geilsalífeðlisfræðilega þáttarins „Biologically Effective Dose“ fyrir geislameðferð gegn staðbundnu krabbameini í blöðruhálskirtli á LSH árin 2006-2011“.
2011/1361 - Kristínu Briem, lektor við námsbraut í sjúkraþjálfun við læknadeild HÍ var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Rannsókn á faraldsfræði krossbandsslita á Íslandi“.
2011/1359 - Ludvig Guðmundssyni, yfirlækni næringar- og offitusviðs á Reykjalundi, Alfons Ramel, fræðimanni á rannsóknarstofu í næringarfræði í Háskóla Íslands og Þórhalli Inga Halldórssyni, lektor við rannsóknarstofu í næringarfræði í Háskóla Íslands var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Árangur í offitumeðferð Reykjalundar“.
2011/1352 - Axel F. Sigurðssyni, sérfræðingi í lyf- og hjartalækningum, Davíð O. Arnar, sérfræðingi í lyf- og hjartalækningum, Guðjóni Karlssyni, sérfræðingi í lyf- og hjartalækningum, Halldóru Björnsdóttur, sérfræðingi í lyf- og hjartalækningum, Hirti Kristjánssyni, sérfræðingi í lyf- og hjartalækningum og Ingu S. Þráinsdóttur, sérfræðingi í lyf- og hjartalækningum var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Slembiröðuð, tvíblind, áfalladrifin, samanburðarrannsókn við lyfleysu á ársfjórðungslegum lyfjagjöfum með canakinumab undir húð til að fyrirbyggja endurtekin hjarta- og æðaáföll hjá sjúklingum sem eru í stöðugu ástandi eftir hjartadrep og með hækkun á hsCRP“ ásamt EudraCT tilvísunarnúmerinu 2010-022970-14.
2011/1307 - Gunnari Jónassyni, lækni á LSH var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Opin áreitipróf hjá börnum sem grunuð eru um sýklalyfjaofnæmi“.
2011/1290 - dr. Þóru Másdóttur, talmeinafræðingi á Heyrnar- og talmeinastöð Íslands og gestalektors í talmeinafræði við Háskóla Íslands, og Agnesi Steinu Óskarsdóttur, meistaranema í talmeinafræði við sama skóla var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám og til vinnslu persónuupplýsinga vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Athugun á málþroska 2–6 ára CODA barna og samanburður við tvítyngd börn af erlendum uppruna – Fræðsluefni fyrir foreldra og kennara“.
2011/1246 - Sigurbergi Kárasyni, dósent við læknadeild HÍ og yfirlækni á LSH, Gísla H. Sigurðssyni, prófessor og yfirlækni á LSH, Jóhönnu M. Sigurjónsdóttur, sérfræðingi á LSH, Kristófer Arnari Magnússyni, læknanema við læknadeild HÍ, Yngva Ólafssyni, yfirlækni á LSH og Brynjólfi Mogensen, yfirlækni á LSH var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Afdrif og horfur sjúklinga með mjaðmarbrot“.
2011/1199 – Þjóðskjalasafni var veitt leyfi til að veita Báru Baldursdóttur, sagnfræðingi, aðgang að skjalasafni vinnuhælisins að Kleppjárnsreykjum sem starfrækt var á árunum 1942 til 1943, í þágu rannsóknarinnar „Ríkisafskipti af samskiptum unglingsstúlkna og setuliðsmanna“.
2011/1143 - Þjóðskjalasafni Íslands var veitt leyfi til að veita Guðmundi Jónssyni, prófessor í sagnfræði og Guðmundi Inga Arnarsyni, sagnfræðinema, aðgang að gögnum á safninu frá rannsókn sem gerð var á högum allra styrkþega í landinu árið 1939, í þágu rannsóknarinnar „Rannsóknar á högum styrkþega framfærslustyrks á Íslandi árið 1939“.
Þá bárust stofnuninni 50 tilkynningar um vinnslu persónuupplýsinga. Tilkynningar eru birtar á heimasíðu stofnunarinnar. Hægt er að leita í tilkynningarkerfi stofnunarinnar hér.