Leyfi og tilkynningar í apríl 2012

Í apríl 2012 voru samtals veitt 9 leyfi í tengslum við rannsóknir og verkefni. Einnig bárust stofnuninni 36 tilkynningar um vinnslu persónuupplýsinga.

Í apríl 2012 voru samtals veitt 9 leyfi í tengslum við rannsóknir og verkefni. Einnig bárust stofnuninni 36 tilkynningar um vinnslu persónuupplýsinga.

2012/557 – Bárði Sigurgeirssyni, Birki Sveinssyni, Jóni Hjaltalín Ólafssyni, Jóni Þrándi Steinssyni og Steingrími Davíðssyni, sérfræðingum í húðsjúkdómum var veitt heimild til vinnslu persónuupplýsinga í þágu „Fjölsetra, slembiraðaðrar, tvíblindrar framhaldsrannsóknar á secukinumab gefið undir húð með áfylltum sprautum, þar sem fyrri meðferð er dregin til baka, til að sýna fram á langtíma verkun, öryggi og þol í allt að 2 ár hjá þátttakendum með meðalsvæsinn til alvarlegan langvinnan skellupsóríasis sem eru að ljúka fyrri psóríasis secukinumab rannsókn í fasa 3“.

2012/554 - Sýslumannsembættinu í Keflavík og velferðarráðuneyti var veitt heimild til vinnslu persónuupplýsinga vegna „Rannsóknar á orsökum nauðungarsölu á Suðurnesjum“.

2012/526 - Ernu Sif Arnardóttur, náttúru- og svefnmælifræðingi, Þórarni Gíslasyni, yfirlækni á LSH, Sólveigu Rósu Davíðsdóttur, sálfræðingi, Kristínu Ingu Hannesdóttur, taugasálfræðingi og Jóni G. Snædal, yfirlækni á Landakoti, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Líffræðileg merki súrefnisálags, bólgusvörunar og taugahrörnunar hjá einstaklingum með ómeðhöndlaðan kæfisvefn“.

2012/519 - Elsu Báru Traustadóttur, sálfræðingi, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Árangursmat á hugrænni atferlismeðferð við reiði ásamt próffræðilegri athugun á spurningalista sem metur afleiðingar af reiði“.

2012/503 -  Helgu Ágústu Sigurjónsdóttur, sérfræðilækni á LSH, Elíasi Ólafssyni, yfirlækni á LSH og Margréti Jónu Einarsdóttur, lækni á LSH, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Flogalyf og miðlægur skjaldvakabrestur“.

2012/283 - Sigurði Ólafssyni, lækni á LSH, og Einari S. Björnssyni, yfirlækni meltingarlækninga á LSH, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Athugun á lifrarskaða af völdum Herbalife fæðubótarefna“.

2012/145 - Jóni Jóhannesi Jónssyni yfirlæknis og prófessors, Óskari Jóhannssyni krabbameinslæknis, Peter Holbrook prófessors, Bjarka Guðmundssyni doktorsnema í læknisfræði og Alberti Sigurðssyni læknanema, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknarinnar „Greining DNA skemmda af völdum krabbameinslyfja, reykinga og munnholssýkinga með tvívíðum rafdrætti“.

2012/10 - Garðari Mýrdal, forstöðumanni geislaeðlisfræðideildar LSH, Hönnu Björgu Henrysdóttur, eðlisfræðingi á geislaeðlisfræðideild LSH, og Gunnari Aðils Tryggvasyni, diplómanema í geislafræði við læknadeild Háskóla Íslands, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Útreikningur geilsalífeðlisfræðilega þáttarins „Biologically Effective Dose“ fyrir geislameðferð gegn staðbundnu krabbameini í blöðruhálskirtli á LSH árin 2006-2011“.

2011/1338 - Helgu Medek, sérfræðilækni á kvenna- og barnasviði LSH, og Reyni Tómasi Geirssyni, prófessor og yfirlækni á kvenna- og barnasviði LSH, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „GDM (Göngum dálítið meira) - rannsókn“


Þá bárust stofnuninni 36 tilkynningar um vinnslu persónuupplýsinga. Tilkynningar eru birtar á heimasíðu stofnunarinnar. Hægt er að leita í tilkynningarkerfi stofnunarinnar hér.



Var efnið hjálplegt? Nei