Veitt leyfi og tilkynningar í október 2012

Á tímabilinu ágúst og september 2012 voru samtals veitt 7 leyfi í tengslum við rannsóknir og verkefni. Einnig bárust stofnuninni 85 tilkynningar um vinnslu persónuupplýsinga.

Á tímabilinu ágúst og september 2012 voru samtals veitt 7 leyfi í tengslum við rannsóknir og verkefni. Einnig bárust stofnuninni 68 tilkynningar um vinnslu persónuupplýsinga.

2012/1186- Ingólfi Einarssyni, sérfræðingi á Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, Stefáni J. Hreiðarssyni, sérfræðingi á Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, og Evald Sæmundsen, sálfræðingi hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám Í í þágu rannsóknarinnar „Opin rannsókn til að meta öryggi og þol memantín lyfjameðferðar hjá börnum með einhverfu, Aspergers-heilkenni, ódæmigerða einhverfu eða aðrar einhverfurófsraskanir“.

2012/1116– Jakobi Kristinssyni var veitt leyfi til aðgangs og vinnslu upplýsinga hjá Rannsóknastofu Háskóla Íslands í lyfja- og eiturefnafræði, í þágu rannsóknarinnar „Eitranir á Íslandi 1967-2012“.

2012/1096 – Þjóðskjalasafni Íslands var veitt leyfi til að veita Þór Whitehead aðgang að gögnum frá Jóhönnu Knudsen hjúkrunarkonu sem til urðu við störf hennar við ungmennaeftirlit lögreglunnar á tímabilinu 15. mars 1941 til 1. janúar 1945, í þágu undirbúnings fimmta bindis í ritröðinni  Ísland í síðari heimsstyrjöld.

2012/1087- Gesti Þorgeirssyni, yfirlækni á hjartadeild LSH, og Maríu Heimisdóttur, lækni á LSH, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Bráð kransæðaheilkenni á Landspítalanum 2001-2010“

2012/1073 - Gunnari Bjarna Ragnarssyni, sérfræðilækni á LSH, Bjarna A. Agnarssyni, meinafræðingi hjá Rannsóknastofu HÍ í meinafræði, og Eiríki Steingrímssyni, prófessor hjá lífefna- og sameindalíffræðistofu læknadeildar HÍ,var veitt leyfi til vinnslu viðkvæmra persónuupplýsinga og til aðgangs að lífsýnasafni vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Boðleiðir til MITF í sortuæxlum og áhrif þess á horfur sjúklinga“. Þá var Krabbameinsskrá Íslands veitt leyfi til samkeyrslu upplýsinga úr Krabbameinsskrá við niðurstöður úr vefjasýnarannsóknum rannsakenda.

2012/1026- Sævari Péturssyni, tannlækni, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Longterm implant survival following bone augmentation of atrophic maxilla using bone harvested from iliac crest“.

2012/871– Laufey Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár og Jesper Lagergen, prófessor var veitt leyfi til öflunar upplýsinga úr vistunarskrá, krabbameinsskrá og dánarmeinaskrá og samkeyrslu þeirra upplýsinga, sem og upplýsinga úr skrá yfir aðflutta og brottflutta í þágu „Norrænnar lýðgrundaðrar ferilrannsóknar á tíðni sjúkdóma, dauðsfalla og krabbameinsáhættu í kjölfar skurðarðgerðar gegn offitu“.


Þá bárust stofnuninni 85 tilkynningar um vinnslu persónuupplýsinga. Tilkynningar eru birtar á heimasíðu stofnunarinnar. Hægt er að leita í tilkynningarkerfi stofnunarinnar hér.



Var efnið hjálplegt? Nei