Veitt leyfi og tilkynningar í janúar 2013
Í janúar 2013 voru samtals veitt 10 leyfi í tengslum við rannsóknir og verkefni. Einnig bárust stofnuninni 60 tilkynningar um vinnslu persónuupplýsinga.
2013/89 - Emilíu Guðmundsdóttir, sálfræðingi á Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, Urði Njarðvík, lektor við Háskóla Íslands, Sigurrós Jóhannsdóttur, sálfræðingi á Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, Evald Sæmundsen, sálfræðingi á Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, og Lindu Hrönn Ingadóttur, cand. psych nema við Háskóla Íslands, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Athugun á tíðni og einkennum sérkennilegrar og áráttukenndrar hegðunar meðal barna með röskun á einhverfurófi í ljósi nýrrar skilgreiningar í DSM-5“.
2012/1504 - Karli Andersen, hjartalækni á LSH, og Davíð O. Arnar, yfirlækni hjartagáttar LSH, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám Landspítala vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Gáttatif og heilaáföll: CHA2DS2-VASc score í íslensku þýði“.
2012/1498- Þórarni Sveinssyni, dósent við Háskóla Íslands, Héðni Jónssyni, sjúkraþjálfara, Ingu Dagmar Karlsdóttur, nema í sjúkraþjálfun, og Maríu Kristínu Valgeirsdóttur, nema í sjúkraþjálfun, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Rannsókn á reynslu lækna og sjúklinga af notkun hreyfiseðla“.
2012/1492 - Agnesi Þórólfsdóttur, geislafræðingi á geisladeild LSH, Önnu Einarsdóttur, geislafræðingi á LSH, og Jaroslövu Baumruk, geislafræðingi á LSH, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Stafrænar myndir nýttar til mats á skekkjum við geislameðferð krabbameina í grindarholi“.
2012/1437 - Ólöfu Sigurðardóttur, lækni á LSH, og Helgu Sigrúnu Sigurjónsdóttur, lífeindafræðingi á LSH, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Nærrannsóknir á Landspítala“.
2012/1402 - Maríu K. Jónsdóttur, Ph.D., verkefnisstjóra í taugasálfræði, sálfræðiþjónustu LSH, dags. 27. nóvember 2012, um leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „IQCODE (Informant questionnaire on cognitive decline in the elderly): Notkun og gagnsemi á minnismóttöku Landakots“.
2012/1333 - Önnu Maríu Halldórsdóttur, sérfræðilækni á LSH, Jóni Jóhannesi Jónssyni, yfirlækni lífefna- og sameindalíffræðistofu læknadeildar HÍ, Hlíf Steingrímsdóttur, yfirlækni á Blóðlækningadeild LSH, Ólafi Eysteini Sigurjónssyni, forstöðumanni nýsköpunar og rannsókna, og Bjarka Guðmundssyni, doktorsnema í lífefna- og sameindalíffræðistofu læknadeildar HÍ, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Greining DNA skemmda í stofnfrumueiningum með tvívíðum þáttháðum rafdrætti“.
2012/1328 - Jens A. Guðmundssyni, yfirlækni kvenna- og barnasviðs á Landspítala, Kristrúnu R. Benediktsdóttur, lækni við Rannsóknastofu í meinafræði á Landspítala, Karli Ólafssyni, lækni á kvenna- og barnasviði á Landspítala, og Ásdísi Brögu Guðjónsdóttur, læknanema við HÍ, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám Landspítala og FSA, sem og aðgangs að Krabbameinsskrá, vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Fellibelgsvefjarþunganir (Gestational trophoblastic disease): Tíðni á Íslandi árin 1981-2010“.
2012/1327 - Vilmundi Guðnasyni, forstöðulækni Hjartaverndar, Helga Jónssyni, lækni á LSH, Laufeyju Tryggvadóttur, framkvæmdastjóra Krabbameinsfélags Íslands, og Hrefnu Stefánsdóttur, meistaranema í lýðheilsuvísindum, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Tengsl milli hlutfalls fingralengdar (2D:4D) og blöðruhálskirilskrabbameins (Second to fourth digit ratio (2D:4D) is associated with prostate cancer“.
2012/1288 - Hildigunni Svavarsdóttur, framkvæmdastjóra bráða-, fræðslu- og gæðasviðs og framkvæmdastjóri hjúkrunar á Sjúkrahúsinu á Akureyri og Bergþóri Steini Jónssyni, læknanema, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Árangur endurlífgunar utan sjúkrahúsa árið 2012“.
Þá bárust stofnuninni 60 tilkynningar um vinnslu persónuupplýsinga. Tilkynningar eru birtar á heimasíðu stofnunarinnar. Hægt er að leita í tilkynningarkerfi stofnunarinnar hér.