Veitt leyfi og tilkynningar í apríl 2013
Í apríl 2013 voru samtals veitt 19 leyfi í tengslum við rannsóknir og verkefni. Einnig bárust stofnuninni 38 tilkynningar um vinnslu persónuupplýsinga.
2012/1105 - Herdísi Finnbogadóttur, Erlu Sigríði Grétarsdóttur, Guðbjörgu Daníelsdóttur, Þóreyju Eddu Heiðarsdóttur, Katrínu Sverrisdóttur, og Sólveigu Ernu Jónsdóttur, sálfræðinga á geðsviði Landspítala var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Árangursmat á sex mánaða göngudeildarmeðferð, Lífsfærni (díalektískri atferlismeðferð-DAM) (dialectical behavior therapy (DBT)), fyrir einstaklinga með jaðarpersónuleikaröskun (borderline personality disorder)“
2012/1318 - Rafni Benediktssyni, prófessor og sérfræðingi í innkirtlafræðum, og Þórunni Halldórsdóttur, læknanema, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber heitið „Tegund 1 sykursýki meðal fullorðinna á Íslandi; aftursæ hóprannsókn“. Þá var einnig veitt leyfi til öflunar upplýsinga frá Sjúkratryggingum Íslands.
2012/1394 - Sigurði Guðmundssyni, smitsjúkdómalæknis og prófessor við læknadeild Háskóla Íslands og Alexander Elfarssyni, læknanema, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám í þágu rannsóknarinnar „Heilaígerðir á Íslandi 1993-2012“.
2012/1463 – Margréti Árnadóttur, sérfræðilækni, var veitt heimild til aðgangs að sjúkraskrám í þágu rannsóknarinnar „Brátt síðuheilkenni: samanburður við bráða nýrnabilun af öðrum toga“.
2013/98 - Reyni Tómasi Geirssyni yfirlækni á kvenna- og barnasviði Landspítala, Aroni Bertel Auðunssyni læknanema, Ragnheiði Ingibjörgu Bjarnadóttur sérfræðilækni og lektor, Páli Torfa Önundarsyni yfirlækni og prófessor, Ásbirni Jónssyni framkvæmdastjóra rannsóknarsviðs Landspítala og Sigurði Yngva Kristinssyni, sérfræðilækni, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám í þágu rannsóknarinnar „Blóðsegamyndun hjá íslenskum konum á barneignaraldri“.
2013/100 - Ásgeiri Haraldssyni, yfirlækni á Barnaspítala Hringsins, Landspítala og prófessor í barnalækningum við Háskóla Íslands, Karli G. Kristinssyni, yfirlækni á Sýklafræðideild Landspítala og prófessor í sýklafræði við Háskóla Íslands, og Helgu Erlendsdóttur, lífeindafræðingi og klínískum prófessor í lífeindafræði við Háskóla Íslands, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám og samkeyrslu upplýsinga frá Sjúkratryggingum Íslands við lyfjagagnagrunn landlæknis og bólusetningargrunn sóttvarnarlæknis vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Vice - Áhrif pneumókokkabólusetninga á Íslandi“.
2013/101 - Einari B. Björnssyni, prófessor og yfirlækni, Guðmundi Bergssyni, náttúrufræðingi og Birni Rúnari Lúðvíkssini, prófessor og yfirlækni, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Notkun Calprotectins við mat á virkni anti-TNAá lyfja á ristilbólgu“.
2013/162 - Þorvaldi Ingvarssyni, framkvæmdastjóra þróunarsviðs Össurar ehf.,var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Hönnun og prófun mjaðmaspelkna til meðferðar á slitgigt í mjöðm“.
2013/169 - Runólfi Pálssyni, yfirlækni nýrnalækningaeiningar Landspítalans, Ólafi Skúlasyni sérfræðilækni á nýrnalækningaeiningunni og Elíasi Kristinssyni læknanema, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám í þágu rannsóknarinnar „Algengi og framrás arfgengs blöðrunýrnasjúkdóms með ríkjandi erfðamáta“.
2013/197 - Halldóru Eyjólfsdóttur, staðgengli yfirsjúkraþjálfara á Landspítala, Maríu Ragnarsdóttur, rannsóknasjúkraþjálfara og leiðbeinanda Halldóru til PhD gráðu og Guðmundi Geirssyni, sérfræðilækni og umsjónarkennara Halldóru til PhD gráðu, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Virkni grindarbotnsvöðva, mynstur öndunarhreyfinga og líkamsstaða í standandi stöðu hjá konum með og án áreynsluþvagleka. Einblinduð samanburðar- og þversniðsrannsókn“.
2013/202 - Tryggva Helgasyni, sérfræðingi í barnalækningum á Landspítala, Ölmu Björk Guttormsdóttur, hjúkrunarfræðingi, Berglindi Brynjólfsdóttur, sálfræðingi, Önnu Sigríði Ólafsdóttur, næringarfræðingi og Ragnari Bjarnasyni, barnalækni, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Áhrif holdafars, líðan og lífstíls á frávik í efnaskiptum barna og unglinga“.
2013/248 - dr. Zuilmu Gabríelu Sigurðardóttur, dósent í sálfræðideild Háskóla Íslands, Maríu Sigurjónsdóttur, þroskaþjálfa á Greiningar- og ráðgafarstöð ríkisins og mastersnema í sálfræðideild HÍ, og Atla Frey Magnússyni, atferlisfræðingi á Greiningar- og ráðgjafarstöð, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám í þágu rannsóknarinnar „Áhrif vals á þjálfunaraðstæðum á nám barna með einhverfu“.
2013/282 - Elínu Díönnu Gunnarsdóttur, dósent við Háskólann á Akureyri, Ingvari Þóroddssyni, deildarlækni á endurhæfingardeild Kristnesspítala, og Sigrúnu Heimisdóttur, sálfræðingi, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Áhrif þverfaglegrar meðferðar á verkjastjórnun“.
2013/300 - Má Kristjánssyni, yfirlækni á smitsjúkdómadeild Landspítala, Ólafi Guðlaugssyni, yfirlækni á súkingavarnadeild Landspítala, og Maríu Reynisdóttur, læknanema, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Spítalablóðsýkingar á skurð- og lyflækningadeildum LSH 2007-2011“.
2013/356 - Sigurlaugu Maríu Jónsdóttur, sálfræðingi í átröskunarteymi geðsviðs LSH - Hvítabandi, Andra Steinþóri Björnssyni, lektor við sálfræðideild Háskóla Íslands, Herdísi Finnbogadóttur, sálfræðingi í lífsfærniteymi geðsviðs LSH og Ásmundi Gunnarssyni, cand. psych. nema við Háskóla Íslands, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Líkamsskynjunarröskun (body dismorphic disorder): Algengi og meðferðarsvörun á Hvítabandi LSH“.
2013/506 - Barnaverndarstofu var veitt heimild til vinnslu persónuupplýsinga vegna rannsóknarinnar „Áhrif bakgrunnsbreyta á frásögn barna á kynferðislegu ofbeldi.“ Vinnsluaðili rannsóknarinnar er Gunnhildur Gunnarsdóttir, sálfræðinemi við Háskóla Íslands.
2013/517 - Herdísi Sveinsdóttur, prófessor og forstöðumanni fræðasviðs aðgerðarhjúkrunar á hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, Rakel Valdimarsdóttur, hjúkrunarfræðingi á geðsviði Landspítala, Halldóri Kolbeinssynni, yfirlækni endurhæfingar geðsviðs á Landspítala, Sigurði P. Pálssyni, yfirlækni öryggis- og réttargeðþjónustu á Landspítala og Rósu Dagbjörtu Hilmarsdóttur, hjúkrunarfræðinema, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Rannsókn á sjálfsskaðandi hegðun sjúklinga á geðsviði LSH“.
2013/520 – Barnaverndarstofu var veitt heimild til vinnslu persónuupplýsinga vegna rannsóknarinnar „Þróun áhrifaþátta í framburði barna í Barnahúsi. Samanburður á gögnum Barnahúss frá '98-'03 og '08-'10 og þeim þáttum í framburði barna sem hafa áhrif á birtingu ákæra og sakfellingar.“ Vinnsluaðilar rannsóknarinnar eru Bjarki Þór Sigvarðsson og Linzi Trosh, sálfræðinemar við Háskóla Íslands.
2013/521 - Garðari Mýrdal, forstöðumanni geislaeðlisfræðideildar Landspítala, Mariu Sastre, eðlifræðingi við geislaeðlisfræðideild Landspítala og Þóru Sif Guðmundsdóttur, meistaranema í geislafræði við Háskóla Íslands, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Þættir sem ráða árangri geislameðferðar gegn leghálskrabbameini“.
Þá bárust stofnuninni 38 tilkynningar um vinnslu persónuupplýsinga. Tilkynningar eru birtar á heimasíðu stofnunarinnar. Hægt er að leita í tilkynningarkerfi stofnunarinnar hér.