Veitt leyfi og tilkynningar í maí 2013
2012/601 – Barnaverndarstofu, dr. Urði Njarðvík, dósent við Háskóla Íslands og Lucindu Árnadóttur, sálfræðinema við Háskóla Íslands var veitt leyfi til vinnslu persónuupplýsinga vegna rannsóknarinnar „Líðan og hegðun barna sem búið hafa við heimilisofbeldi á Íslandi“.
2013/392 - Ingibjörgu Hjaltadóttur, hjúkrunarfræðingi PhD á lyflækningasviði Landspítala, Ástu Thoroddsen, PhD og dósent við Háskóla Íslands, Guðrúnu Dóru Guðmannsdóttur, MSc, sérfræðingi í öldrunarhjúkrun á lyflækningasviði Landspítala, Eydísi Sveinbjarnardóttur, PhD, geðhjúkrunarfræðingi á geðsviði Landspítala, Hólmfríði Guðmundsdóttur, MSc og tannlækni hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, var veitt leyfi til aðgangs að RAI-gagnagrunni landlæknis vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Gæði umönnunar, þróun á heilsufari, færni og lifun íbúa á hjúkrunarheimilum“.
2013/363- Herdísi Steingrímsdóttur, lektor við hagfræðideild Viðskiptaháskólans í Kaupmannahöfn og Örnu Varðardóttur, doktorsnema í hagfræði við Hagfræðiháskóla Stokkhólms í Svíþjóð, var veitt leyfi til aðgangs að fæðingarskrá landlæknis vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Afleiðingar streitu á meðgöngu: Áhrif fjármálakreppunnar á Íslandi á fæðingarútkomur kvenna“.
2013/306 - Elísabetu Benedikz, yfirlæknis bráðalækninga á Landspítala, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám í þágu rannsóknarinnar „Aukin dánartíðni innan 30 daga vegna örtraðar á bráðamóttöku“.
2013/270 - Aroni Björnssyni, yfirlækni á heila- og taugaskurðdeild Landspítala, Hildi Einarsdóttur, sérfræðilækni á myndgreiningardeild Landspítala, Guðrúnu Lilju Óladóttur, deildarlækni á myndgreiningardeild Landspítala og Elfari Úlfarssyni og Ingvari H. Ólafssyni, sérfræðilæknum á heila og taugaskurðdeild Landspítala, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Afdrif sjúklinga í kjölfar myndrannsókna á lendhrygg“.
2013/236 - Helga Jónssyni, prófessor, Vilmundi Guðnasyni, forstöðulæknis Hjartaverndar og Þorvaldi Ingvarssyni, bæklunarlækni, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám í þágu rannsóknarinnar „Er þétt tPA (tissue plasminogen activator) í sermi á miðjum aldri áhættuþáttur fyrir því að þurfa gervilið í hné eða mjöðm vegna slitgigtar“.
Þá bárust stofnuninni 27 tilkynningar um vinnslu persónuupplýsinga. Tilkynningar eru birtar á heimasíðu stofnunarinnar. Hægt er að leita í tilkynningarkerfi stofnunarinnar hér.