Veitt leyfi og tilkynningar í október og nóvember 2013
Í október og nóvember 2013 voru samtals veitt 21 leyfi í tengslum við rannsóknir og verkefni. Einnig bárust stofnuninni 104 tilkynningar um vinnslu persónuupplýsinga.
Listi yfir veitt leyfi:
2013/1270 - Jóni Ólafi Skarphéðinssyni, prófessor við Háskóla Íslands, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Tíðni óráðs hjá sjúklingum á gjörgæsludeildum LSH“.
2013/1207 - Eiríki Valberg og Ríkissaksóknara var veitt heimild til vinnslu persónuupplýsinga í þágu rannsóknarinnar „Eru yfirheyrsluaðferðir notaðar af lögreglu á Íslandi árangursríkar í að kalla fram heildræna og áreiðanlega framburði?“
2013/1132 - Gísla Heimi Sigurðssyni, yfirlækni á Landspítala-háskólasjúkrahúsi, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „International Multicentre PREvalence Study on Sepsis (IMPRESS)“.
2013/1120 - Hafnarfjarðarbæ, Steinunni Hrafnsdóttur, dósent við félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands og Drífu Andrésdóttur, meistaranema í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands, var veitt leyfi til vinnslu persónuupplýsinga vegna rannsóknarinnar „Rannsókn á aðgerðum barnaverndarnefndar í Hafnarfirði vegna barna sem bíða tjóns af áfengis- og vímuefnaneyslu foreldra“.
2013/1116 - Önnu Kristínu Newton, sálfræðingi á Stuðlum - meðferðarstöð ríkisins, Ásgeiri Péturssyni, meistaranema í félagsráðgjöf og Freydísi J. Freysteinsdóttur, dósent við Háskóla Íslands var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Tengsl þroskaskerðingar við niðurstöður áhættumats“.
2013/1065 - Halldóri Jónssyni jr., yfirlækni á Landspítala-háskólasjúkrahúsi, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Klínískt matskerfi fyrir sjúklinga sem eru að fara að - og eru búnir að gangast undir heildarmjaðmaliðarskipti“.
2013/1032 - Kristrúnu Kristjánsdóttur, meistaranema í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands, Unni V. Ingólfsdóttur, aðjúnkt við félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands, Barnaverndarnefnd Hafnarfjarðar og Barnaverndarnefnd Kópavogs var veitt leyfi til vinnslu persónuupplýsinga í þágu rannsóknarinnar „Persónulegur ráðgjafi í barnaverndarmálum - Rannsókn á stuðningsúrræðinu persónulegur ráðgjafi á árinu 2012 hjá barnavernd Kópavogs og Hafnarfjarðar“.
2013/1012 - Þóru Árnadóttur, meistaranema í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands, Freydísi Jónu Freysteinsdóttur, dósent við félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands og Barnaverndarnefnd Reykjavíkur var veitt leyfi til vinnslu persónuupplýsinga í þágu rannsóknarinnar „Eðli og umfang barnaverndatilkynninga hjá Barnavernd Reykjavíkur“.
2013/967 - Dagmari Kr. Hannesdóttur sálfræðingi var veitt heimild til vinnslu persónuupplýsinga í þágu rannsóknarinnar „Athugun á kvíðaeinkennum í klínísku þýði með ADIS greiningarviðtali“.
2013/951 - Vigdísi Pétursdóttur, lækni og sérfræðingi í meinafræði á Landspítala, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám og lífsýnasafni vegna rannsóknarinnar „Risafrumuæðabólga (GCA) og varicella zoster virus (VZV)“.
2013/869 - Sigurveigu H. Sigurðardóttur, dósents í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands og Margréti Eddu Yngvadóttur, nema í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands, var veitt leyfi til vinnslu persónuupplýsinga vegna rannsóknarinnar „Hver eru afdrif einstaklinga eftir þátttöku í Grettistaki?“.
2013/849 – Velverðarsviði Reykjavíkurborgar f.h. Sunnu Ólafsdóttur, nema í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands, var veitt heimild til vinnslu persónuupplýsinga vegna rannsóknarinnar „Hver eru lífskjör eftir nám í Kvennasmiðju?“.
2013/837 – Velferðarráðuneytinu var veitt heimild til vinnslu persónuupplýsinga í þágu rannsóknarinnar „Framhaldsrannsókn á aðstæðum og afdrifum fjölskyldna sem misstu húsnæði sitt á nauðungarsölu á Suðurnesjum á árunum 2008–2011.“
2013/821 - Karli G. Kristinssyni, yfirlækni á Landspítala, Maríu Heimisdóttur, yfirlækni á Landspítala og Magnúsi Gottfreðssyni yfirlækni á Landspítala, var veitt heimild til vinnslu persónuupplýsinga í þágu rannsóknarinnar „Áhrif sparnaðar á sýklalyfjanotkun, greiningu og afdrif sjúklinga með smitsjúkdóma“.
2013/800 - Reyni Arngrímssyni, dósent, var veitt heimild til vinnslu persónuupplýsinga í þágu rannsóknarinnar „Genaleit í ættlægri meðgöngueitrun í fjölskyldum á Íslandi“.
2013/776 - Magnúsi Gottfreðssyni, yfirlækni á Landspítala, var veitt heimild til vinnslu persónuupplýsinga í þágu rannsóknarinnar „Ættlægni dauðsfalla af völdum mislinga á Íslandi“.
2013/709 - Þórarni Gíslasyni, yfirlækni á Landspítala og prófessor, og Íslenskri erfðagreiningu ehf., var veitt heimild til vinnslu persónuupplýsinga í þágu rannsóknarinnar „Áhættuþættir kæfisvefns og afleiðingar hans“.
2013/622 - Guðbjörgu Andreu Jónsdóttur, forstöðumanni félagsvísindastofnunar Íslands, og Rannveigu Traustadóttur, prófessor og forstöðumanni Rannsóknaseturs í fötlunarfræðum, var veitt heimild til vinnslu persónuupplýsinga í þágu „Rannsóknar á þjónustu sveitarfélaganna til fatlaðs fólks og áhrifum hennar á val á búsetu“.
2013/601 - Steinunni Bergmann, f.h. Barnaverndarstofu, Dr. Urði Njarðvík, dósent við sálfræðideild Háskóla Íslands, og Lucindu Árnadóttur, sálfræðinema við Háskóla Íslands, var veitt heimild til vinnslu persónuupplýsinga í þágu rannsóknarinnar „Líðan og hegðun barna sem búið hafa við heimilisofbeldi á Íslandi“.
2013/579 - Kristjáni Linnet, lyfjafræðingi á Þróunarstofu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám og samkeyrslu viðkvæmra persónuupplýsinga vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Notkun svefnlyfja og róandi lyfja á Íslandi, algengi og nýgengi og tengsl við sjúkdómaklasa“.
2013/577 - Vilmundi Guðnasyni, forstöðulækni hjá Hjartavernd, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám í þágu rannsóknarinnar „Áhættumat fyrir æðakölkun í hálsslagæðum“.
Þá bárust stofnuninni 104 tilkynningar um vinnslu persónuupplýsinga. Tilkynningar eru birtar á heimasíðu stofnunarinnar. Hægt er að leita í tilkynningarkerfi stofnunarinnar hér.