Veitt leyfi og tilkynningar í febrúar 2014
Í febrúar 2014 voru samtals veitt 34 leyfi í tengslum við rannsóknir og verkefni. Einnig bárust stofnuninni 81 tilkynning um vinnslu persónuupplýsinga.
2014/188 - Kristjönu Sigríði Skúladóttur var veitt leyfi til vinnslu persónuupplýsinga vegna rannsóknarinnar „Rannsókn á námsárangri þriggja árganga í Fjölbrautaskóla Suðurlands“.
2014/161 - Garðari Mýrdal, forstöðumanni Geislaeðlisfræðideildar Landspítala, Jaroslava Baumruk, geislafræðingi á geislaeðlisfræðideild Landspítala, og Ingibjörgu Stefaníu Eiðsdóttur, nema í geislafræði við HÍ var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknarinnar „Samanburður á geislaáætlanakerfunum Oncentra MasterPlan og Eclipse“.
2014/86 - Bjartmari Steini Guðjónssyni, laganema, var veitt leyfi til aðgangs að gögnum um agaviðurlög vegna brota á reglum fangelsa á árunum 2003 - 2013 hjá Fangelsismálastofnun vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Brot fanga, annars vegar þau sem sæta ákærumeðferð og meðferð dómstóla og hins vegar þau sem sæta agaviðurlögum vegna brota á reglum fangelsis“ en rannsóknin er meistaraverkefni Bjartmars Steinars við lagadeild Háskóla Íslands.
2014/75 - Helgu Bogadóttur, sjúkraþjálfara á Landspítala, Steinunni Unnsteinsdóttur sjúkraþjálfara á Landspítala og Maríu Ragnarsdóttur rannsóknarsjúkraþjálfara á Landspítala, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Hreyfiþroski fyrirbura sem vísað var til sjúkraþjálfara á Barnaspítala Hringsins 1995-2013“.
2014/28 - Birni Gunnarssyni, sérfræðilækni á á svæfinga- og gjörgæsludeild St. Olavs Hospital í Þrándheimi, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknarinnar „Breytast fæðingarrit með aldri?“.
2014/20- Sigurveigu Þ. Sigurðardóttur, sérfræðilækni við ónæmisfræðideild Landspítalans, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknarinnar „Greining jarðhnetuofnæmis eða jarðhnetunæmis. Hverjir eru með hættulegt jarðhnetuofnæmi“.
2014/1 - Brynjólfi Mogensen, yfirlækni á Landspítalanum, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknarinnar „Komur ferðamanna á bráðamóttökur Landspítala vegna afleiðinga áverka og veikinda árin 2001-2012“.
2013/1639 - Þórði Þorkelssyni, yfirlækni á Landspítalanum, dags. 18. desember 2013, um leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Sterameðferð á fyrirburum með erfiðan lungnasjúkdóm - árangur og aukaverkanir“.
2013/1612- Brynjólfi Mogensen, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknarinnar „Slasaðir í vélhjólaslysum árin 2001-2012“.
2013/1593- Friðberti Jónassyni, prófessor og lækni á Landspítala, og Gunnari Má Zoega, sérfræðilækni á Landspítala, var veitt leyfi leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknarinnar „Hornhimnuígræðslur á Íslandi frá 1996 til 2013“.
2013/1591 - Alberti Páli Sigurðssyni, sérfræðingi á Landspítala, Jóni Þóri Sverrissyni, sérfræðilækni á Sjúkrahúsinu á Akureyri, Girish Heklar, sérfræðilækni á Sjúkrahúsinu á Akureyri, Elísabetu Benedikz, yfirlækni á Landspítala og Hrafnhildi Gunnarsdóttur, læknanema við Háskóla Íslands, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknarinnar „Gjöf t-PA við bráða blóðþurrðarslagi á LSH 2006-2013 og gjöf þess á FSA“.
2013/1575 - Gunnari Sigurðssyni, sérfræðingi á Landspítala, Brynjólfi Mogensen, yfirlækni á bráðadeild Landspítala og Unni Lilju Úlfarsdóttur, læknanema við HÍ, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknarinnar „Mjaðmagrindarbrot á Landspítala háskólasjúkrahúsi 2008-2012; umfang og afleiðingar“.
2013/1555 - Dagbjörtu B. Sigurðardóttur, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknarinnar „Helstu sjúkdómsgreiningar og fylgiraskanir þeirra sem hlutu meðferð í átröskunarteymi BUGL á árunum 2008-2013“.
2013/1519 - Óskari Þór Jóhannssyni, Ásgerði Sverrisdóttur og Helga Sigurðssyni, sérfræðingum í krabbameinslækningum á Landspítala, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Fasa III, slembiröðuð, opin, fjölsetra rannsókn á árangri meðferðar með niraparibi samanborið við meðferð að vali læknis hjá sjúklingum með arfgenga kímlínu stökkbreytingu í BRCA erfðavísum, sem hafa áður fengið meðferð vegna HER2 neikvæðs brjóstakrabbameins - Rannsóknaráætlun: Intergroup Study (EORTC-1307-BCG), (BIG-13), (TESARO PR-30-5010-C), útgáfa 2, frá 28. ágúst 2013“.
2013/1516 – Önnu Birnu Almarsdóttur, prófessor, var veitt leyfi til aðgangs að upplýsingjjum í lyfjagagnagrunni Landlæknisembættisins vegna rannsóknarinnar „Áhrif greiðsluþátttökubreytinga á notkunarmynstur statína og þunglyndislyfja“.
2013/1513 - Helgu Erlendsdóttur, lífeindafræðingi á Landspítala og klínískum prófessor, Sigurði Guðmundssyni, sérfræðingi í smitsjúkdómum á Landspítala og prófessor, Ásgeir Haraldssyni, yfirlækni á Barnaspítala Hringsins, Magnús Gottfreðssyni, yfirlækni á Landspítala, Karli G. Kristinssyni, yfirlækni á Landspítala og Erlu Soffíu Björnsdóttur, lífeindafræðingi á Landspítala, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknarinnar „Ífarandi sýkingar síðastliðinn áratug á Landspítala af völdum Bacillus sp.“.
2013/1472 - Einari Stefáni Björnssyni, yfirlækni á Landspítala og Jóhanni Páli Hreinssyni, læknanema, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknarinnar „Blæðingar í meltingarvegi - orsakir og horfur“.
2013/1459 – Hjartavernd veitt leyfi til flutnings lífsýna úr landi vegna Öldrunarrannsóknar Hjartaverndar.
2013/1478 - Ólafi Skúla Indriðasyni, sérfræðilækni á Landspítala, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknarinnar „Langvinnur nýrnasjúkdómur á Íslandi 2008-2013“.
2013/1454 - Pálma V. Jónssyni, yfirlækni á Landspítala og Berglindi Magnúsdóttur, forstöðumanns Heimaþjónustu Reykjavíkur, var veitt leyfi til aðgangs að RAI-gagnagrunni landlæknis vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Greining hagnýtra viðmiða við umönnun eldra fólks í heimahúsum“.
2013/1428 - Arnari Rafnssyni, var veitt leyfi til vinnslu persónuupplýsinga í þágu rannsóknarinnar „Flutningstími og gæði meðferðar við bráðu hjartadrepi utan höfuðborgarsvæðisins“.
2013/1419- Elíasi Ólafssyni, yfirlækni, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknarinnar „Flogaveiki á meðgöngu, tíðni og fylgikvillar móður og barns“.
2013/1400- Önnu Margréti Halldórsdóttur, sérfræðilækni í Blóðbankanum hjá Landspítala, Hlíf Steingrímsdóttur, yfirlækni blóðlækninga á Landspítala, Helgu Ögmundsdóttur, prófessor við læknadeild HÍ, og Brynjari Viðarssyni, sérfræðilækni í blóðmeinafræði við Landspítala var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknarinnar „Langvinnt eitilfrumuhvítblæði: Algengi, aðdragandi greiningar og undanfari“.
2013/1392 - Ölmu D. Möller, yfirlækni gjörgæsludeildar Landspítala, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Lyfjameðferð til varnar magasári hjá gjörgæslusjúklingum. Fljölþjóðleg athugun (Stress ulcer porphylaxis in the intensive care unit. A multicentre 7-day inception cohort study)“.
2013/1383 - Þórunni Kristínu Guðmundsdóttur, lyfjafræðingi á Landspítala, Kareni Birnu Guðjónsdóttur, háskólanema í lyfjafræði við Háskóla Íslands og Önnu I. Gunnarsdóttur, lyfjafræðingi á Landspítala, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Ánægjukönnun meðal lækna með útskriftarferli aldraðra einstaklinga. Samantekt og samanburður á lyfjaávísanavillum við útskrift aldraðra einstaklinga af sjúkrahúsi með eða án sérstakrar lyfjaskýrslu“.
2013/1371 - Bergþóru Baldursdóttur, var veitt leyfi til vinnslu persónuupplýsinga í þágu rannsóknarinnar „Jafnvægisstjórnun hjá einstaklingum sem hlotið hafa úlnliðsbrot í kjölfar byltu og áhrif skynþjálfunar“.
2013/1365 - Sigurveigu Þ. Sigurðardóttur, lækni á Landspítala, og Michael Clausen, barnalækni á Landspítala, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „iFAAM EuroPrevall - eftirfylgnirannsóknin (Integrated Approaches to Food Allergen and Allergy Risk Management)“.
2013/1313 - Brynjólfi Mogensen, yfirlæknis á bráðadeild Landspítala, var veitt leyfi til vinnslu persónuupplýsinga í þágu rannsóknarinnar „Sjúkraflug þyrlu Landhelgisgæslu Íslands 2001–2012“.
2013/1292 - Ástu Thoroddsen, prófessor við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og hjúkrunarfræðingi á Landspítala, Aðalbjörgu Sigurjónsdóttur, nemanda í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands, og Láru Guðríði Guðgeirsdóttur, nemanda í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknarinnar „Verkir og húðvandamál hjá Íslendingum sem misstu fót/fætur á árunum 2000-2013“.
2013/1287 - Sigurði Guðmundssyni, smitsjúkdómalækni á Landspítala, Jóhönnu Hildi Jónsdóttur, deildarlækni á Landspítala og Helgu Erlendsdóttur, lífeindafræðingi, dags. 27. október 2013, um leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknarinnar „Vertebral osteomyelitis á Íslandi 1984-2013“.
2013/1082 - Laufeyju Tryggvadóttur, framkvæmdastjóra Krabbameinsskrár Íslands, Óskari Þóri Jóhannssyni, lækni á Landspítala, Helga Sigurðssyni, lækni á Landspítala, Jórunni Erlu Eyfjörð, prófessor hjá HÍ, Rósu Björk Barkardóttur, sameindalíffræðingi hjá Landspítala, Jóni Gunnlaugi Jónassyni, yfirlækni Krabbameinsskrár Íslands, Ólafi Andra Stefánssyni, nýdoktor við Háskóla Íslands, Þórarni Guðjónssyni, prófessor við Háskóla Íslands, og Bjarna A. Agnarssyni, meinafræðingi á Landspítala, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám, Krabbameinsskrá, lífsýnasöfnum og til samkeyrslu viðkvæmra persónuupplýsinga vegna rannsóknarinnar „Áhrif æxliseiginleika og meðferðar á horfur brjóstakrabbameinssjúklinga með BRCA2 stökkbreytingar“.
2013/1040 - Laufeyju Tryggvadóttur, framkvæmdastjóra Krabbameinsskrár, var veitt leyfi til að samkeyra skráa sem hafa að geyma viðkvæmar persónuupplýsingar. í þágu rannsóknarinnar „Rannsókn á uppsöfnuðum áhrifum ofþyngdar á krabbameinsbyrði, byggð á ferilhóp Leitarstöðvar og Krabbameinsskrá, þar sem beitt er aldurs-tímabils-fæðingarhóps (age period cohort) nálgun - (Measuring the cumulative impact of excess weight on the burden of cancer with an age-period-cohort approach (using a Cancer Detection Clinic cohort and Cancer Registry of Iceland linkeage)“.
2013/1017 - Þórdísi Katrínu Þorsteinsdóttur, verkefnastjóra og lektor við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, Brynjólfi Mogensen, yfirlækni á bráðasviði Landspítala, Örnu Hauksdóttur, dósent við Miðstöð í lýðheilsuvísindum og Steinunni Önnu Eiríksdóttur, meistaranema í lýðheilsuvísindum, leyfi til aðgangs að sjúkraskrám Landspítala, dánarmeinaskrá landlæknis, gögnum Hagstofu Íslands og Ríkislögreglustjóra og til samkeyrslu viðkvæmra persónuupplýsinga vegna rannsóknarinnar „Faraldsfræði áverkadauða hjá börnum á Íslandi frá 1980-2010“.
2012/1499 – embætti landlæknis var veitt leyfi til vinnslu upplýsinga úr fæðingarkskrá og lyfjagagnagrunni landlæknis, samkeyrslu og miðlun viðkvæmra persónuupplýsinga. Þá varUnni Önnu Valdimarsdóttur, prófessor og forstöðumanni Miðstöðvar í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands, og Védísi Helgu Eiríksdóttur, doktorsnema í lýðheilsuvísindum, veitt leyfi til vinnslu viðkvæmra upplýsinga vegna rannsóknarinnar „Áhrif íslenska efnahagshrunsins á heilsu barnshafandi kvenna og fæðingarútkomur“.
Þá bárust stofnuninni 81 tilkynning um vinnslu persónuupplýsinga. Tilkynningar eru birtar á heimasíðu stofnunarinnar. Hægt er að leita í tilkynningarkerfi stofnunarinnar hér.