Veitt leyfi og tilkynningar í júní og júlí 2014
Í júní og júlí voru samtals veitt 9 leyfi í tengslum við rannsóknir og verkefni. Einnig bárust stofnuninni 51 tilkynning um vinnslu persónuupplýsinga.
Júní
2014/597 - Elísabetar Arnardóttur, yfirtalmeinafræðings Landspítala á Grensási, var veitt leyfi til vinnslu persónuupplýsinga í þágu rannsóknarinnar „Kyngingartregða hjá börnum með CP hreyfihömlun“.
2014/541 - Rakel Björgu Jónsdóttur, sérfræðingi í hjúkrun á Vökudeild Landspítala, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknarinnar „Næring, svefn og grátur síðfyrirbura og fullburða barna fyrstu 2 1/2 árin“.
2014/741 - Bryndísi Evu Birgisdóttur, dósent í næringarfræði við Háskóla Íslands, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknarinnar „Áhrif mismunandi mataræðisíhlutana á einkenni ADHD í börnum – forrannsókn“.
Júlí
2014/679 – Rósu Björk Barkardóttur var veitt leyfi til flutnings lífsýna úr landi í þágu rannsóknarinnar „Leit að erfðavísum tengdum brjóstakrabbameini“
2014/116 – Jóni Friðriki Sigurðssyni, sálfræðings á Landspítala og prófessors við læknadeild Háskóla Íslands, og Magnúsar Blöndahl Sighvatssonar, sálfræðings á Landspítala og doktorsnema í sálfræði við sama skóla, dags. 20. janúar 2014, um heimild til vinnslu persónuupplýsinga í þágu rannsóknarinnar „Mat á árangri og virkum þáttum ósértækrar hugrænnar atferlismeðferðar með einliðasniði (single case experimental design)“.
2014/845 - Laufeyju Tryggvadóttur, framkvæmdastjóra Krabbameinsskrár, var veitt um leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknarinnar „Norræn lýðgrunduð ferilrannsókn á tíðni sjúkdóma, dauðsfalla og krabbameinsáhættu í kjölfar skurðaðgerðar gegn bakflæði“. Þá var Hagstofu Íslands veitt leyfi til miðlunar upplýsinga um aðflotta og brottflutta einstaklinga til leyfishafa, í þágu framangreindrar rannsóknar.
2014/571 – Íslenskri erfðagreiningu var veitt leyfi til samkeyrslu skráa sem innihalda viðkvæmar persónuupplýsingar í þágu rannsóknarinnar „Erfðir dyslexíu á Íslandi“ .Menntaskólanum í Reykjavík og Fjölbrautaskólanum við Ármúla var veitt leyfi til miðlunar upplýsinga um tiltekin einkalífsatriði til Íslenskrar erfðagreiningar í þágu framangreindrar rannsóknar.
2014/965 – Þjóðskjalasafni Íslands var veitt leyfi til að veita Hafdísi Erlu Hafsteinsdóttur aðgang að tilteknum gögnum safnsins í þágu námsritgerðar í sagnfræði við Vínarháskóla.
2014/864 - Ólafi Ingimarssyni, bæklunarlækni á Landspítalanum, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknarinnar „Faraldsfræði, fylgikvillar og árangur liðskiptaaðgerða á Landspítalanum“. Þá var Hagstofu Íslands veitt heimild til miðlunar upplýsinga um dánardægur til leyfishafa, í þágu framangreindrar rannsóknar.
Þá bárust stofnuninni 51 tilkynning um vinnslu persónuupplýsinga. Tilkynningar eru birtar á heimasíðu stofnunarinnar. Hægt er að leita í tilkynningarkerfi stofnunarinnar hér.