Veitt leyfi og tilkynningar janúar-september 2015

Á tímabilinu janúar-september 2015 voru samtals veitt 25 leyfi í tengslum við rannsóknir og verkefni. Einnig bárust stofnuninni 353 tilkynningar um vinnslu persónuupplýsinga.
Á tímabilinu janúar-september 2015 voru samtals veitt 25 leyfi í tengslum við rannsóknir og verkefni. Einnig bárust stofnuninni 353 tilkynningar um vinnslu persónuupplýsinga.

Þann 1. janúar 2015 tóku gildi lög nr. 44/2014, um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði. Með þeim lögum var leyfisskylda hjá Persónuvernd til aðgangs að sjúkraskrám felld niður og er hún nú eingöngu á hendi visindasiðanefndar eða siðanefndar heilbrigðisrannsókna. Felur þetta í sér að frá 1. janúar 2015 hefur Persónuvernd ekki gefið út leyfi til aðgangs að sjúkraskrám, að undanskildum þeim umsóknum sem bárust fyrir áramót. Hins vegar fær stofnunin allar umsóknir um slíkan aðgang til umfjöllunar og getur stöðvað afgreiðslu þeirra telji hún þörf á, sbr. 13. gr. framangreindra laga.

Janúar

2014/1709 - Þórdísi Katrínu Þorsteinsdóttur, lektor við hjúkrunarfræðideild HÍ, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknarinnar „Brottnám á blöðruhálskirtli með aðstoð þjarks á Íslandi: Áhrif legu og bólstrunar sjúklinga í aðgerð á útkomur þeirra eftir aðgerð“.

2014/1705 – Þjóðbjörgu Guðjónsdóttur var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám á Landspítala í þágu rannsóknarinnar „Áhrif lyfsins Fampyra á göngugetu fólks með Multiple Sclerosis (MS)“.

2014/1741 - Laufeyju Tryggvadóttur, framkvæmdastjóra Krabbameinsskrár, var veitt leyfi til að samkeyra skrár sem hafa að geyma viðkvæmar persónuupplýsingar. Um er að ræða upplýsingar úr krabbameinsskrá Krabbameinsfélags Íslands sem samkeyrðar verða við heilsusögubanka Krabbameinsfélagsins, í þágu rannsóknarinnar „Tengsl brjóstakrabbameins og hormónatengdra þátta“.

2014/941 – Íslenskri erfðagreiningu ehf. var veitt leyfi til aðgangs að tilteknum upplýsingum í lyfjagagnagrunni landlæknis í þágu rannsóknarinnar „Erfðir astma og ofnæmis“.

 

Febrúar

2013/1476 - Sgrúnu Reykdal, sérfræðilækni á Landspítalanum, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknarinnar  „Eigin stofnfrumuígræðsla á Landspítala - fyrstu tíu árin. Úttekt á árangri meðferðar 2004 - 2013“

2014/1532 - Tinnu Laufey Ásgeirsdóttur, lektor í heilsuhagfræði við Háskóla Íslands var veitt leyfi til aðgangs að upplýsingum frá Tryggingastofnun, upplýsingum úr skattgrunnskrá frá Hagstofu Íslands, sem og samkeyrslu framangreindra gagna, vegna rannsóknarinnar „Áhrif fötlunar og langvinnra veikinda barna á tekjur foreldra“.

2014/1770 - Magnúsi Gottfreðssyni, lækni við Landspítalann, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknarinnar „Liðsýkingar á Íslandi“.

2014/1773 - Guðmundi Geirssyni, þvagfæraskurðlækni á Landspítala, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám, sem og aðgangs að Krabbameinsskrá, vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Krabbamein í penis á Íslandi síðastliðin 25 ár. Nýgengi og lífshorfur“.

2014/1777 - Kristínu Huld Haraldsdóttur, skurðlækni á Landspítalanum, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknarinnar „Gallblöðrukrabbamein á Íslandi, árin 2004-2013“.

2014/1413 - Gísla H. Sigurðssyni, prófessor og yfirlækni á Landspítala, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Faraldsfræði og árangur bráðra líffærabilana eftir skurðaðgerðir á Íslandi“.

2015/53 - Sveinbirni Gizurarsyni, prófessor við lyfjafræðideild Háskóla Íslands, var veitt leyfi til aðgangs að gögnum frá meinafræðideild Landspítalans vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Æðavíkkun spíralæða í legi eftir meðhöndlun með PP13 og apseríni“.

 

Mars

2014/955 - Íslenskri erfðagreiningu ehf. var veitt leyfi til aðgangs að upplýsingum úr lyfjagagnagrunni landlæknis í þágu rannsóknarinnar „Rannsókn á erfðum þrálátra verkja“.

2014/1561 - Einari S. Björnssyni, prófessor og yfirlækni á meltingardeild, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám í þágu rannsóknarinnar „Horfur ristil- og endaþarmskrabbameinssjúklinga á blóðþynningu“. Þá var landlækni veitt heimild til samkeyrslu upplýsinga við krabbameinsskrá og lyfjagagnagrunn í þágu sömu rannsóknar.

2014/1748 -  Ingibjörgu J. Guðmundsdóttur, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám og flutnings lífsýna úr landi vegna rannsóknarinnar „Fjölsetra, opin framhaldsrannsókn til að meta öryggi og verkun Evolocumabs við langtímanotkun“.

2015/18 - Ástríði Pálsdóttur, Dr. phil í lífefnafræði, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám og dánarmeinaskrá landlæknis vegna rannsóknarinnar „Mat á lifun forfeðra einstaklinga með Marfan heilkenni“.

2015/248 - Hafdísi Gísladóttur, laganema við Háskóla Íslands var veitt leyfi til aðgangs að gögnum hjá barnaverndarnefndum Reykjavíkur, Hafnarfjarðar, Kópavogs og Mosfellsbæjar vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Hvaða sjónarmið liggja að baki ákvörðunum um skipun talsmanns, sbr. 3. mgr. 46. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002“.

 

Apríl

2014/1746 – Þórði Þorkelssyni  var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám á Landspítala í þágu rannsóknarinnar „Vöxtur og þroski minnstu fyrirburanna“.

2014/1757 - Brynjólfi Mogensen, yfirlækni á Landspítalanum, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknarinnar „Vélhjólaslys á Íslandi 2008-2014“.

 

Maí

2015/468 - Dagbjarti Gunnari Lúðvíkssyni, meistaranema í lögfræði við Háskóla Íslands, var veitt leyfi til aðgangs að gögnum hjá innanríkisráðuneytinu vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Sönnun og sönnunarmat í stjórnsýslunni“.

 

Júlí

2015/773 – Kristínu Svövu Tómasdóttur var veitt leyfi til aðgangs að gögnum hjá Þjóðskjalasafni Íslands í þágu rannsóknarinnar „Stund klámsins“.


Ágúst

2014/1441 - Jóhanni Ágústi Sigurðssyni, prófessor í heimilislækningum við Háskóla Íslands, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknarinnar „Hvað einkennir sjúklinga með sykursýki í heilsugæslunni og árangursmat á skipulagðri sykursýkismóttöku“.

 

September

2014/976 – Íslenskri erfðagreiningu ehf. var veitt leyfi til aðgangs að upplýsingum úr lyfjagagnagrunni landlænis í þágu rannsóknarinnar sem ber heitið „Rannsókn á erfðum mígrenis“.

2015/459 – Landlækni var veitt leyfi til samkeyrslu tiltekinna upplýsinga  úr krabbameinsskrá og vistunarskrá heilbrigðisstofnana, en landlæknir ber ábyrgð á báðum skrám. Fer samkeyrslan fram í þeim tilgangi að auka þekjun og nákvæmni skráningar í krabbameinsskrá á árunum 2010-2014.

2015/1026 – Hrafnhildi Snæfríðar- og Gunnarsdóttur, verkefnastjóra, f.h. Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands, var veitt leyfi til aðgangs að gögnum hjá Tryggingastofnun ríkisins vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Fjölgun ungs fólks í hópi öryrkja“

2015/1082 - Tinnu Björg Sigurðardóttur, verkefnastjóra deildar gæða og rannsókna hjá velferðarsviði Reykjavíkurborgar var veitt leyfi til aðgangs að gögnum hjá Félagsbústöðum ehf. vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Afdrif einstaklinga sem bornir hafa verið út úr félagslegu húsnæði á vegum velferðarsviðs Reykjavíkurborgar“

 

Þá bárust stofnuninni 353 tilkynningar um vinnslu persónuupplýsinga. Tilkynningar eru birtar á heimasíðu stofnunarinnar. Hægt er að leita í tilkynningarkerfi stofnunarinnar hér

 



Var efnið hjálplegt? Nei