Leyfisveitingar í júlí, ágúst og september 2009
Í mánuðunum júlí, ágúst og september voru gefin út 19 leyfi til vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við rannsóknir og verkefni.
Í mánuðunum júlí, ágúst og september voru gefin út 19 leyfi til vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við rannsóknir og verkefni.
2009/577 – Elías Ólafsson, yfirlæknir á taugalækningadeild LSH, Grétar Guðmundsson, taugalæknir á LSH og Þórunn Hannesdóttir, læknanemi, fengu leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Tíðni motor neuron sjúkdóms (MND, ALS hreyfitaugahrörnunar) á Íslandi á 30 ára tímabili“.
2009/528 - Ingibjörg Gunnlaugsdóttir, fékk heimild til vinnslu upplýsinga og Barnavernd Reykjavíkur fékk heimild til miðlunar upplýsinga vegna rannsóknarinnar: „Þarf að láta reyna oftar á forsjársviptingu en gert er? Gera lögin of strangar kröfur?“.
2009/526 – Haukur Halldórsson, laganemi, fékk heimild til vinnslu persónuupplýsinga og Sýslumaðurinn í Reykjavík til að miðla upplýsingum vegna rannsóknar sem heitir: „Um skilyrði kyrrsetninga eigna“.
2009/601 – Guðrún Björk Reykdal, deildarstjóri rannsókna og þjónustumats, f.h. Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, fékk heimild til vinnslu persónuupplýsinga og Samhjálp, Hjálparstarf kirkjunnar, Reykjavíkurdeild Rauða kross Íslands, Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, Hjálpræðisherinn, Fangelsismálastofnun og Velferðarsvið Reykjavíkurborgar fengu leyfi til miðlunar upplýsinga í tengslum við rannsókn er ber yfirskriftina: ,,Utangarðsfólk í Reykjavík - kortlagning og rannsókn”.
2009/415 – Páll Helgi Möller, sviðsstjóri skurðlækningasviðs á Landspítala, og Stefán Haraldsson, deildarlæknir á Landspítala, fengu leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Viðbótarmeðferð með krabbameinslyfjum eftir skurðaðgerð við stig III ristilkrabbameini á Íslandi á árunum 1995-2004“.
2009/542 – Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir, sérfræðingur í heila- og taugasjúkdómum, og Jón Jóhannes Jónsson, prófessor, fengu heimild til vinnslu persónuupplýsinga vegna rannsóknarinnar „Spennuvisnun á Íslandi/faraldsfræði Myotonic Dystrophy á Íslandi“.
2009/513 – Jóhanna Kristín Jónsdóttir, sálfræðingur hjá Sálfræðiþjónustu Geðsviðs, BUGL, Ósk Sigurðardóttir, yfiriðjuþjálfi BUGL, Margrét Gísladóttir, geðhjúkrunar- og fjölskyldufræðingur BUGL, Áslaug Kristjánsdóttir, hjúkrunar- og kynfræðingur, og Dagbjört Sigurðardóttir, barna- og unglingageðlæknir BUGL, fengu leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Unglingar í yfirþyngd og fjölskyldur þeirra: Leið til betra lífs og bættrar heilsu“.
2009/509 – Þórdís Kjartansdóttir, sérfræðingur á lýtalækningadeild Landspítala, Svanheiður Lóa Rafnsdóttir, læknir, Regína Ólafsdóttir, sálfræðingur, og Þorvaldur Jónsson, sérfræðingur á skurðlækningadeild, fengu leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Lífsgæði og líðan kvenna sem gangast undir brjóstauppbyggingu eftir brottnám brjósts/brjósta í kjölfar krabbameinsgreiningar“.
2009/651 – María Káradóttir, nemandi í lögfræði við Háskóla Íslands, og Útlendingastofnun fengu leyfi til aðgangs að gögnum og vinnslu upplýsinga vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Rannsóknarúrræði 29. gr. laga um útlendinga nr. 96/2002“.
2009/475 – Alma Möller, yfirlæknir gjörgæsludeildar 12-B, og Sif Sumarliðadóttir, hjúkrunarfræðingur og nemi í heilsuhagfræði við Háskóla Íslands, fengu heimild til vinnslu persónuupplýsinga vegna rannsóknarinnar „Kostnaðar-virknigreining á hjartaaðgerðum einstaklinga yfir 80 ára“.
2008/886 – Óskar Þór Jóhannesson læknir og Íslensk erfðagreining fengu viðbótarleyfi til vinnslu upplýsinga varðandi „Rannsókn á erfðum geislanæmis og brjóstakrabbameins“.
2009/559– Landlæknisembættinu fékk leyfi til samkeyrslu viðkvæmra persónuupplýsinga og Greininga- og ráðgjafastöð ríkisins til miðlunar viðkvæmra persónuupplýsinga vegan rannsóknarinnar „Áhættuþættir í fæðingu og á meðgöngu fyrir einhverfu“.
2009/259 – Helga Ágústa Sigurjónsdóttir, sérfræðingur í innkirtla- og efnaskiptasjúkdómum og almennum lyflækningum LSH, Hallgerður Lind Kristjánsdóttir, deildalæknir lyflækningasviðs LSH og Sigrún Perla Böðvarsdóttir, deildarlæknir kvennadeildar LSH, fengu leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Sheehan heilkenni á Íslandi“.
2009/543 – Ásgeir Haraldsson, læknir á Barnaspítala Hringsins, fékk leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Innlagnir barna á gjörgæsludeildir Landspítalans“.
2006/639 – Björn Rúnar Lúðvíksson fékk viðbótarleyfi til vinnslu upplýsinga vegan rannsóknar sem ber yfirskriftina „Æðabólgusjúkdómar á Íslandi 1986-2006“.
2009/314 – Unnur A. Valdimarsdóttir fékk leyfi til að samkeyra persónuupplýsingar í gagnabanka Reykjavíkurrannsóknar/öldrunarrannsóknar Hjartaverndar saman við íbúaskrá mannfjölda og manntalsdeildar Hagstofu Íslands, skrá Erfðafræðinefndar HÍ og Dánarmeinaskrá Hagstofu Íslands. Um var að ræða vinnslu í þágu rannsóknarinnar „Áföll og áhrif þeirra á heilabilun og heilavefsbreytingar“. Hjartavernd, Hagstofa Íslands, skrá Erfðafræðinefndar HÍ og Dánarmeinaskrá fengu leyfi til vinnslu upplýsinga í þágu sömu rannsóknar.
2009/39 – Unnur A. Valdimarsdóttir, f.h. Miðstöðvar Háskóla Íslands í Lýðheilsuvísindum, Helle Kieler, Associate Professor við Karolinska Istitutet í Stokkhólmi, og Helga Zoëga, doktorsnemi og rannsóknarsérfræðingur við Miðstöð Háskóla Íslands í lýðheilsuvísindum, fengu heimild til vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við rannsókn á áhrifum SSRI þunglyndislyfja meðal barnshafandi kvenna á fæðingarútkomur og mögulega fæðingargalla ( ,,SSRI Use during Pregnancy and Adverse Effects in the Offspring: A Nordic Collaborative Study”).
2009/676 – Íslensk erfðagreining ehf. (ÍE), Kári Stefánsson, læknir og forstjóri ÍE, Guðmundur Þorgeirsson, yfirlæknir á Hjartadeild Landspítalans, Matthías Halldórsson, landlæknir, og Hilma Hólm, hjartalæknir, fengu heimild til vinnslu persónuupplýsinga vegna rannsóknarinnar „Leit að erfðaþáttum sem tengjast svörun við blóðfituhækkandi lyfjameðferð“.
2009/560 – Novartis Pharma AG og Bárður Sigurgeirsson, Birkir Sveinsson, Jón Hjaltalín Ólafsson, Jón Þrándur Steinsson og Steingrímur Davíðsson, sérfræðingar í húð- og kynsjúkdómum á Húðlæknastöðinni, fengu heimild til vinnslu persónuupplýsinga vegna rannsóknarinnar „A randomized, double-blind, placebo controlled, multicenter regimen finding study of subcutaneously administered AIN457, assessing Psoriasis Area and Severity Index (PASI) response in patients with moderate to severe chronic plaque-type psoriasis“.