Persónuvernd endurnýjar leyfi fyrir Lokanaskrá

Ákveðið hefur verið að endurnýja starfsleyfi banka og sparisjóða til að halda eigin Lokanaskrá.

Stjórn Persónuverndar ákvað á fundi sínum 13. október sl. að endurnýja starfsleyfi banka og sparisjóða til að halda Lokanaskrá. Til skoðunar kom að bæta við nýjum skilmála sem veitti viðskiptamönnum bankanna rétt til þess að fá upplýsingar um hvaða starfsmenn viðkomandi banka eða sparisjóðs hafi haft aðgang að fjárhagsupplýsingum þeirra. Fallið var frá fyrirhugaðri breytingu í ljósi andmæla NBI hf. og þess að slíkur réttur gengur lengra en lögboðinn upplýsingaréttur skv. 18. gr. laga nr. 77/2000. Hin nýju leyfi gilda til 1. janúar 2011.

Sýnishorn af leyfi.




Var efnið hjálplegt? Nei