Leyfisveitingar í október 2009

Í októbermánuði voru gefin út 23 leyfi til vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við rannsóknir og verkefni.

 

Í októbermánuði voru gefin út 23 leyfi til vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við rannsóknir og verkefni.

2009/654 – Óskar Einarsson, læknir og sérfræðingur í lungnalækningum á Landspítala, Agnar Bjarnason, Guðný Stella Guðnadóttir, Hallgerður Lind Kristjánsdóttir, Sigríður Bára Fjalldal, læknar á Lyflækningasviði Landspítala og Hulda Rósa Þórarinsdóttir læknir á Svæfinga- og gjörgæslusviði Landspítala, fengu leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Árangur LSH í fyrirbyggjandi meðferð gegn bláæðasegum og lungnablóðreki“.

2009/660 – Maríanna Þórðardóttir, nemi, og Ludvig Á. Guðmundsson, yfirlæknir á Reykjalundi, fengu leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Áhrif offitumeðferðar, atferlismeðferð og magahjáveituaðgerð, á félagslega líðan fólks með alvarlega offitu“.

2009/791– Halla Viðarsdóttir, deildarlæknir á Landspítalanum, Tómas Guðbjartsson og Páll H. Möller, sérfræðingar á Landspítalanum, fengu leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Skurðaðgerðir vegna meinvarpa í lungum á LSH 1984-2008“. 

2009/756 –  Ásta Kristín Victorsdóttir, nemi í félagsráðgjöf, Chien Tai Shill, aðjúnkt og Þuríður Maggý Magnúsdóttir, félagsráðgjafi, fengu leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Heilaskaði - ferli að endurhæfingu á Reykjalundi“. 

2009/813 – Vinnumálastofnun fékk leyfi til að miðla upplýsingum í þágu rannsóknar félagsmálaráðuneytisins sem heitir:„Námsstaða atvinnulausra sem aðeins hafa lokið grunnskólaprófi“. 

2009/706 –  Íslensk erfðagreining ehf., Kári Stefánsson, forstjóri ÍE, Guðmundur Þorgeirsson, yfirlæknir á hjartadeild Landspítalans, Matthías Halldórsson, landlæknir, og Hilma Hólm, hjartalæknir á Læknasetrinu Mjódd fengu heimild til vinnslu persónuupplýsinga vegna rannsóknarinnar „Leit að erfðaþáttum sem tengjast svörun við blóðfitulækkandi lyfjameðferð“. 

2009/540 – Íslensk erfðagreining ehf., Hagstofa Íslands, Magnús Gottfreðsson, Karl G. Kristinsson, Már Kristjánsson, Arthur Löve, Þorsteinn Blöndal og Ingileif Jónsdóttir fengu leyfi til vinnslu persónuupplýsinga varðandi verkefnið „Erfðir ónæmis gegn bólusetningum og sýkingum. Ættlægni alvarlegrar inflúensu“. 

2009/469– Atli F. Magnússon, atferlisfræðingur, Helga Kristinsdóttir, sálfræðingur, Anna Lind Pétursdóttir, lektor við HÍ, Sigríður Lóa Jónsdóttir, sálfræðingur og Tryggvi Sigurðsson, yfirsálfræðingur á Greiningar- og ráðgjafastöð ríksins, fengu leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Mat á árangri snemmtækrar heildstæðrar atferlisíhlutunar fyrir barn með Downsheilkenni“.

2009/819 –  Evald Sæmundssen, sviðsstjóri á Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins, fékk leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Faraldsfræði raskana á einhverfurófi á Íslandi (e. Epidemiology of autism spectrum disorders in Iceland)“. 

2009/923 – Magnús Jóhannsson, læknir á Landspítalanum, Sif Ormarsdóttir, yfirlæknir og Sigurður Ólafsson, yfirlæknir á Landspítalanum, fengu leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Lifrarskemmdir af völdum náttúruefna“. 

2009/870 – Ásgeir Haraldsson, prófessor og yfirlæknir á Barnaspítala hringsins, Davíð Þór Þorsteinsson, deildarlæknir, Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir og Helga Bjarnadóttir, líffræðingur, fengu leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Epstein Barr veirusýkingar, klínísk einkenni, afdrif, ættarsaga og aðrir meðfylgjandi sjúkdómar“.   

2009/864 – Helga Sif Friðjónsdóttir, lektor við Hjúkrunardeild HÍ og Margrét Héðinsdóttir, sviðsstjóri skólasviðs Þróunarstofu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, fengu leyfi vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Reynsla foreldra of feitra barna og væntingar þeirra til heilbrigðiskerfisins“. 

2009/810– Jón Snædal, læknir á LSH, Tómas H. Pajdak, læknanemi, Þorkell Elí Guðmundsson, sérfræðingur, og Gísli Hólmar Jóhannesson, framkvæmdastjóri klínískra tilrauna hjá Mentis Cura ehf., fengu leyfi til aðgangs að sjúkraskrám og samkeyrslu vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Notkun megindlegra heilarita til að spá fyrir um framgang vægrar vitrænnar skerðingar“. 

2009/737 –  Íslensk erfðagreining ehf., Kári Stefánsson, forstjóri ÍE, Engilbert Sigurðsson, yfirlæknir á geðdeild Landspítala, og Stefán Hreiðarsson, læknir og forstöðumaður Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins, fengu heimild til vinnslu persónuupplýsinga vegna rannsóknarinnar „Áhrif eintakabreytileika í erfðamenginu“.  

2009/878 – Jón Snædal, yfirlæknir á Öldrunarlækningadeild LSH, Tómas Guðbjartsson, yfirlæknir á Skurðdeild LSH og Kristinn Johnsen, framkvæmdastjóri Mentis Cura, fengu leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Opnar kransæðaaðgerðir, vitræn geta, þunglyndi og heilarit“.  

2008/956 – Pálmi V. Jónsson, yfirlæknir á LSH, og Bára Benediktsdóttir, hjúkrunarfræðingur, fengu leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Fjölþjóðleg rannsókn á InterRAI matstæki fyrir Bráðalækningadeild“.  

2009/879 – Halldóra Erlendsdóttir, f.h. Novartis Pharna AG, Karl Andersen, hjartalæknir á Landspítalanum, Axel F. Sigurðsson og Halldóra Björnsdóttir, hjartalæknar hjá Hjartamiðstöðinni, Gestur Þorgeirsson, Inga S. Þráinsdóttir, Jón V. Högnason og Ragnar Danielsen, hjartalæknar á Landspítalanum og Þórarinn Guðnason, hjartalæknir hjá Læknasetrinu, fengu leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „A multicenter, randomized, double-blind, parallel group, active-controlled study to evaluate the efficacy and safety of LCZ696 compared to enalapril on morbidity and mortality in patients with chronic heart failure and reduced ejection fraction“.  

2009/784 –  Davíð O. Arnar, yfirlæknir á Landspítalanum, fékk leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Faraldsfræði gáttatifs á Íslandi 1987-2008“. 

Þá tóku starfsleyfi NBI hf, Íslandsbanka, Nýja Kaupthing, Samband íslenskra sparisjóða og MP banka hf. til að safna upplýsingum úr eigin viðskiptamannaskrám og færa þær í svokallaða Lokanaskrá gildi.




Var efnið hjálplegt? Nei