Leyfisveitingar í nóvember 2009

Í nóvembermánuði voru gefin út 8 leyfi til vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við rannsóknir og verkefni.

 

Í nóvembermánuði voru gefin út 8 leyfi til vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við rannsóknir og verkefni.

2009/975 – Hildur Einarsdóttir, röntgensérfræðingur, fékk leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Áhrif segulómunar af brjóstum á meðferðarplön nýgreindra kvenna með brjóstakrabbamein á Íslandi“.

2009/660 – Gísli Vigfússon, yfirlæknir á LSH, og Gísli H. Sigurðsson, prófessor og yfirlæknir, fengu leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Áhrif aldurs og kyns sjúklinga á árangur utanbastmeðferðar eftir stórar skurðaðgerðir“.

2009/958 – Gísli Heimir Sigurðsson, prófessor við Háskóla Íslands og yfirlæknir svæfinga- og gjörgæsludeildar Landspítala, og Kristinn Sigvaldason, yfirlæknir á Landspítala, fengu leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina: „Gjörgæslusjúklingar með inflúenzu A(H1N1) - svínaflensu“.

2009/972 – Uggi Þ. Agnarsson, sérfræðingur á Landspítala, Goðmundur Þorgeirsson, prófessor, og Jón V. Högnason, sérfræðingur á Landspítala, fengu leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Hjartaþelsbólga greind á Landspítala 1999-2008“.

2004/421 – Björn Rúnar Lúðvíksson fékk leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar er ber yfirskriftina „Klínísk og ættfræðileg svipgerð IgA-skorts hjá Íslendingum og hugsanleg tengsl við arfgerðarbreytingar“.

2009/873 – Ásgeir Haraldsson, prófessor og yfirlæknir á Barnaspítala Hringsins, fékk leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Notkun immunoglobulina á Landspítalanum 2001-2008“.  

2009/908 – Guðrún Karlsdóttir, endurhæfingarlæknir á Landspítala, Sigrún Garðarsdóttir, yfiriðjuþjálfi á Landspítala og Jónas G. Halldórsson, taugasálfræðingur á Landspítala, fengu leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Klínískur gangur og þættir sem hafa áhrif á horfur einstaklinga með alvarlega áverka á heila. Samnorræn rannsókn“.

2009/1006 – Þorvaldur Jónsson, skurðlæknir á Landspítala, Jón Hrafnkelsson, krabbameinslæknir, og Jón Gunnlaugur Jónasson, meinafræðingur, fengu leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Skjaldkirtilkrabbamein á Íslandi 1994-2003, faraldsfræði, meinafræði og meðferð“.




Var efnið hjálplegt? Nei