Leyfisveitingar í janúar og febrúar 2010
Í janúar og febrúarmánuðum voru gefin út 35 leyfi til vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við rannsóknir og verkefni.
Í janúar og febrúarmánuðum voru gefin út 35 leyfi til vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við rannsóknir og verkefni.
2009/1092 – Elsu Björk Valsdóttur, sérfræðilækni á Landspítalanum, og Guðrúnu Eiríksdóttur, læknanema, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Endurkoma á Bráðamóttöku eftir skurðaðgerð“.
2009/1093 – Árna Þór Arnarsyni, deildarlækni á Landspítalanum, og Elsu Björk Valsdóttur, sérfræðilækni, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Árangur ristilaðgerða hjá 75 ára og eldri á Landspítala Háskólasjúkrahúsi“.
2009/1155 – Einari Stefán Björnssyni, yfirlækni á Landspítalanum, Óttari M. Bergmann, sérfræðilækni og Rögnu Sif Árnadóttur, læknanema, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Paracetamól eitranir á Íslandi“.
2009/1154 – Maríu Ragnarsdóttur, rannsóknarsjúkraþjálfara á Landspítalanum, Bjarna Torfasyni, yfirlækni, Helgu Bogadóttur, sjúkraþjálfara, Steinunni Unnsteinsdóttur, sjúkraþjálfara og Gunnari Viktorssyni, sjúkraþjálfara, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Pectus excavatum: evaluation of Nuss technique by objective methods“.
2009/1112 – Karl Andersen, dósent í læknadeild HÍ, Þórarinn Guðnason, hjartalæknir LSH og Kristján Baldvinsson, læknanemar, fengu heimild til vinnslu persónuupplýsinga vegna rannsóknarinnar „Áhrif óbeinna reykinga á bráðan kransæðasjúkdóm“.
2009/991 – Ingibjörg Georgsdóttir, læknir á Greiningar og ráðgjafastöð ríkisins, Atli Dagbjartarson, barnalæknir, Ásgeir Haraldsson, Einar Stefánsson, og Hannes Petersen, yfirlæknum, Snæfríður Þóra Egilsson, dósent, Þóra Leósdóttir, iðjuþjálfi, Evald Sæmundssen, sálfræðingur, Gígja Erlingsdóttir og Arnari Þór Tuliníus, nemar, fengu leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Litlir fyrirburar - langtímaeftirlit“.
2010/9 – Elsu Björk Valsdóttur, sérfræðilækni á Landspítala, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Afdrif sjúklinga með bráð gallsteinatengd einkenni á LSH árið 2008“.
2010/8 – Huldu Hjartardóttur aðstoðaryfirlækni, Viðari Arnari Eðvarðssyni sérfræðingi og Þorbirni Have Jónssyni læknanemum, var veitt heimild til vinnslu persónuupplýsinga vegna rannsóknarinnar „Greining byggingargalla í þvagfærum fyrir fæðingu á LSH á árunum 2004–2008“.
2009/996 – Jóni Magnúsi Kristjánssyni, aðjunkt v/ læknadeild HÍ og sérfræðilækni á Slysa- og bráðadeild, Má Kristjánssyni, yfirlækni á smitsjúkdómadeild, Elísabetu Benedikz, sérfræðilækni á slysa- og bráðadeild LSH, Bryndísi Sigurðardóttur, sérfræðilækni á smitsjúkdómadeild LSH og Hafsteini Óla Guðnasyni, læknanema við HÍ, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Forspárþættir alvarlegra húðsýkinga“.
2009/1035 – Kristjáni Skúla Ásgeirssyni og Þorvaldi Jónssyni og sérfræðilæknunum Lárusi Jónassyni og Jakobi Jóhannssyni, var veitt heimild til vinnslu persónuupplýsinga vegna rannsóknarinnar „Afdrif sjúklinga sem greindust með brjóstakrabbamein á Íslandi 2000–2005“.
2010/18 – Tómasi Guðbjartssyni, prófessor og yfirlækni á Landspítala, Þórarni Arnórssyni og Sveini Guðmundssyni, sérfræðingum á Landspítala, Hannesi Sigurjónssyni, Sæmundi Oddssyni, Daða Jónssyni og Sigurði Ragnarsssyni, deildarlæknum á Landspítala, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Árangur opinna hjartaaðgerða á Íslandi 1986-2009“.
2009/1037 – Gildi lífeyrissjóð, Sameinaða lífeyrissjóðinn, Sjóvá-Almennar tryggingar hf., Vátryggingafélag Íslands hf., Tryggingamiðstöðina hf. og Vörð vátryggingar hf. Var veitt heimild til að miðla upplýsingum og Guðmundi Sigurðssyni var veitt heimild til vinnslu upplýsinga vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Mat lífeyrissjóða á orkutapi“.
2009/1147 – Tómasi Guðbjartssyni, sérfræðingi, hjarta- og lungnaskurðdeild LSH, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Góðkynja og illkynja æxli með uppruna í fleiðru á Íslandi“.
2009/941 – Evaldi Sæmundssen, sviðsstjóra á fagsviði einhverfu á Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Raskanir á einhverfurófi hjá börnum á aldrinum 7-17 ára - Greiningarsaga, einkenni, þroski og fylgiraskanir“.
2010/12 – Hrund Þórhallsdóttur, lækni á Landspítalanum, og Elsu Björk Valsdóttur, sérfræðilækni á Landspítalanum, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Botnlangabólga á meðgöngutíma á árunum 1994-2009“.
2009/1091 – Hrönn Harðardóttur, Sigríði Ólínu Haraldsdóttur, Óskari Einarssyni, og Dóru Lúðvíksdóttur, sérfræðilæknum á Lungnadeild LSH, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Lungun á tímum flensunnar“.
2010/7 – Örnu Guðmundsdóttur, sérfræðilækni og lyf-, innkirtla- og efnaskiptasérfræðingi; Hildi Harðardóttur, yfirlækni fæðinga-, meðgöngu- og fósturgreiningardeildar, Kvenna- og barnasviði Landspítala; og Ómari Sigurvin Gunnarssyni, læknanema var veitt heimild til að vinna með persónuupplýsingar vegna rannsóknarinnar „Meðgöngusykursýki á Íslandi 2007–2008“.
2010/43 – Valgerði Sigurðardóttur, yfirlæknilækni á líknardeild Landspítalans, og Svandísi Írisi Hálfdánardóttur, sérfæðingi í hjúkrun, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Skráning markmiða, algengra einkenna og frávika í meðferðarferli fyrir deyjandi á þremur deildum Landspítala“.
2007/17 – Laufeyju Tryggvadóttur, framkvæmdastjóra Krabbameinsskrár Krabbameinsfélags Íslands, var veitt heimild til vinnslu persónuupplýsinga vegna rannsóknarinnar „GARDASIL Vaccine Impact in Population (VIP study) – Áhrif hins nýja bóluefnis Gardasil á HPV tengdar sýkingar.“
2009/1053 – Guðrúnu Sigmundsdóttur, yfirlækni hjá sóttvarnasviði Landlæknisembættisins, Ólöfu Másdóttur, hjúkrunarfræðingi og nema í Lýðheilsuvísindum við HÍ, og Erni Ólafssyni, tölfræðingi við Lýðheilsuvísindadeild HÍ, var veitt leyfi til vinnslu persónuupplýsinga vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Áhrif skólalokana í kennaraverkfalli haustið 2004 á útbreiðslu smitandi öndunarfærasjúkdóma á höfuðborgarsvæðinu“.
2009/1086 – Sigrúnu Knútsdóttur, yfirsjúkraþjálfara á LSH, Herdísi Þórisdóttur, sjúkraþjálfara, Kristni Sigvaldasyni, Sigurbergi Kárasyni, Aroni Björnssyni og Halldóri Jónssyni, yfirlæknum á LSH, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Hryggjar- og mænuáverkar á Íslandi 1973-2009“.
2009/1141 – Reyni Arngrímssyni, lækni og dósent Landspítala og Háskóla Íslands, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Rannsókn á erfðameingerð Cenani Lenz heilkennis".
2009/1037 – Gildi lífeyrissjóð, Sameinaða lífeyrissjóðinn, Sjóvá-Almennar tryggingar hf., Vátryggingafélag Íslands hf., Tryggingamiðstöðina hf. og Vörð vátryggingar hf. Var veitt heimild til að miðla upplýsingum og Guðmundi Sigurðssyni var veitt heimild til vinnslu upplýsinga vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Mat lífeyrissjóða á orkutapi“.
2009/1152 – Páli Helga Möller, yfirlækni á Landspítala, Höllu Viðarsdóttur, deildarlækni á Landspítala, og Jóni Gunnlaugi Jónassyni, yfirlækni á Landspítala, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám og heilbrigðisskrám landlæknis, nánar tiltekið Krabbameinsskrá Íslands, vegna vinnslu persónuupplýsinga fyrir rannsókn sem ber yfirskriftina „Kirtilfrumukrabbamein í botnlangatotu á Íslandi 1990-2009“.
2009/675 – Zulimu Gabrielu Sigurðardóttur, dósent í sálfræði við Háskóla Íslands, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna vinnslu persónuupplýsingar í þágu rannsóknar sem ber yfirskriftina „Sérfræðiráðgjöf við snemmtæka íhlutun dreifbýlisbarna með frávik í þroska“.
2010/35 – Jakobi Kristinssyni, prófessor við Háskóla Íslands, og Svövu Þórðardóttur, lyfjafræðingi við Rannsóknarstofu Háskóla Íslands í lyfja- og eiturefnafræði, var veitt leyfi til aðgangs að dánarmeinaskrá Hagstofu Íslands og til vinnslu upplýsinga frá Rannsóknarstofu Háskóla Íslands í lyfja- og eiturefnafræði er varða lyfjanotkun látinna einstaklinga í þágu rannsóknar sem ber yfirskriftina „Banvænar eitranir af völdum sterkra verkjadeyfandi lyfja á Íslandi 1990-2009“.
2009/1138 – Reyni Arngrímssyni, lækni og dósent við Landspítala og Háskóla Íslands, og Páli Helga Möller, lækni á LSH, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Ehlers-Danlos heilkenni (tegund IV). Samband einkenna og arfgerðar“.
2010/91 – Eiríki Erni Arnarsyni, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, Eggerti S. Birgissyni, sálfræðingi, og Arnóri Víkingssyni, gigtarlækni á Landspítala, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Próffræðileg athugun á eiginleikum fjölþátta verkja- og þreytukvarða í úrtaki íslenskra gigtarsjúklinga á dagdeild“.
2010/133 – Íslensk erfðagreining ehf. (ÍE), Kári Stefánsson, læknir og forstjóri ÍE, og Þorvaldur Jónsson, læknir á skurðdeild Landspítala, fengu heimild til vinnslu persónuupplýsinga vegna rannsóknarinnar „Erfðaþættir sem tengjast líkum á botnlangabólgu“.
2009/1131 – Elínu Hönnu Laxdal, yfirlækni æðaskurðdeildar Landspítala, Magnúsi Sveinssyni, lækni, Karli Logasyni, æðaskurðlækni, Guðmundi Daníelssyni, æðaskurðlækni, Lilju Þyrí Björnsdóttur, æðaskurðlækni, Jóni Guðmundssyni, röntgenlækni, og Kristbirni Reynissyni, röntgenlækni, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Árangur fóðringa ósæðargúla á Íslandi á árunum 2001 - 2009“.
2010/115 – Ingibjörg Hjaltadóttir, lektor í öldrunarhjúkrun við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, dr. Rúnar Vilhjálmsson, prófessor við sama háskóla, Ingalill Rahm Hallberg aðalleiðbeinandi og prófessor við heilbrigðisdeild háskólans í Lundi, Svíþjóð, og dr. Anna Ekwall Kristensson aðstoðarleiðbeinandi og rannsakandi við sama háskóla, fengu heimild til vinnslu persónuupplýsinga vegna rannsóknarinnar „Gæði umönnunar, þróun á heilsufari, færni og lifun íbúa á hjúkrunarheimilum - seinni hluti“.
2010/153 - Bjarna Guðmundssonar, deildarlæknis á lyflæknissviði Landspítala, Elíasar Ólafssonar, prófessors á taugalækningadeild spítalans, Ágústs Hilmarssonar, deildarlæknis á sömu deild, og Grétars Guðmundssonar, aðstoðaryfirlæknis á sömu deild, var veitt heimild til vinnslu persónuupplýsinga vegna rannsóknarinnar „Sjúklingar með vægt heilablóðfall (minor stroke) eða skammvinn blóðþurrðarköst (transient ischemic attack (TIA)) á LSH. Niðurstaða rannsókna og árangur meðhöndlunar.“
2010/128 – Sveinn Tjörvi Viðarsson, laganemi við Háskólann í Reykjavík, fékk leyfi til aðgangs að gögnum hjá Útlendingastofnun í þágu rannsóknar sem ber yfirskriftina „Dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða“.
2010/79 – Eygló Ingadóttur, hjúkrunarfræðingi MS og verkefnastjóra vísinda-, mennta- og gæðasviðs Landspítala, og Hlíf Guðmundsdóttur, sérfræðingi í hjúkrun aldraðra á Landspítala, var veitt leyfi til aðgangs að sjúkraskrám í þágu rannsóknar sem ber yfirskriftina „Orsakir og afleiðingar byltna hjá sjúklingum samkvæmt atvikaskráningu á Landspítala“.
2010/193 – Sonju Marsibil Þorvaldsdóttur, var veitt heimild til aðgangs að gögnum hjá Barnahúsi vegna rannsóknar sem ber yfirskriftina „Kynferðisbrot gegn börnum og 36. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002“.