Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um meðferð sakamála (bann við myndatökum og hljóðupptökum í dómhúsum)
Mál nr. 2021020468
Efni: Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um meðferð sakamála (bann við myndatökum og hljóðupptökum í dómhúsum), 130. mál.
Persónuvernd vísar til tölvupósts allsherjar- og menntamálanefndar, dags. 18. febrúar 2021, þar sem óskað er umsagnar stofnunarinnar um frumvarp til laga um breytingu á lögum um meðferð sakamála (bann við myndatökum og hljóðupptökum í dómhúsum) (129. mál á 151. löggjafarþingi 2020-2021, þskj. 130).
Frumvarp þessa efnis var lagt fram á 150. löggjafarþingi (140. mál) og veitti Persónuvernd umsögn um frumvarpið, dags. 24. febrúar 2020. Frumvarpið er nú lagt fram óbreytt frá síðustu framlagningu og er fyrri umsögn Persónuverndar ítrekuð. Hjálagt er fyrri umsögn Persónuverndar.
F.h. Persónuverndar,
Helga Þórisdóttir Steinunn Birna Magnúsdóttir