Umsagnir

Umsögn um frumvarp til laga um Schengen-upplýsingakerfið á Íslandi

Mál nr. 2020112900

3.12.2020

Efni: Umsögn um frumvarp til laga um Schengen-upplýsingakerfið á Íslandi

Persónuvernd vísar til beiðni allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis frá 19 nóvember 2020 um umsögn um frumvarp til laga um Schengen-upplýsingakerfið á Íslandi (þskj. 295, 266. mál á 151. löggjafarþingi).

Með frumvarpinu er lagt til að gerðar verði breytingar á lögum til að innleiða þrjár gerðir Evrópusambandsins sem falla undir Schengen-samstarfið, þ.e. reglugerðir (ESB) 2018/1860, (ESB) 2018/1861 og (ESB) 2018/1862. Auk þessa eru lagðar til breytingar miðað við ákvæði eldri laga sem er ætlað að mæta athugasemdum sem Ísland fékk í kjölfar landsúttektar á íslenska hluta Schengen-upplýsingakerfisins árið 2017.

Persónuvernd minnir á að við alla vinnslu persónuupplýsinga þarf að hafa hliðsjón af meginreglum laga nr. 90/2018, eða eftir atvikum laga nr. 75/2019, sem m.a. lúta að því að þær persónuupplýsingar sem unnið er með hverju sinni séu nægilegar, viðeigandi og ekki umfram það sem nauðsynlegt er miðað við tilgang vinnslunnar. Að öðru leyti telur stofnunin ekki tilefni til athugasemda.

F.h. Persónuverndar,

Helga Sigríður Þórhallsdóttir                       Páll Heiðar Halldórsson



Var efnið hjálplegt? Nei