Umsagnir

Umsögn um tillögu til þingsályktunar um birtingu upplýsinga um opinbera styrki og aðrar greiðslur í landbúnaði

Mál nr. 2021020429

5.3.2021

Efni: Umsögn um tillögu til þingsályktunar um birtingu upplýsinga um opinbera styrki og aðrar greiðslur í landbúnaði, 228. mál.

Persónuvernd vísar til beiðni atvinnuveganefndar Alþingis frá 15. febrúar 2021 um umsögn um tillögu til þingsályktunar um birtingu upplýsinga um opinbera styrki og aðrar greiðslur í landbúnaði (þskj. 231, 228. mál á 151. löggjafarþingi).

Með frumvarpinu er lagt til að fela sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að birta opinberlega upplýsingar um styrki og aðrar greiðslur sem veittar eru á grundvelli búvörusamninga. Upplýsingarnar skulu birtar rafrænt og vera aðgengilegar öllum til uppflettingar án endurgjalds. Birtar skulu upplýsingar fyrir hvert ár um fjárhæð styrkja, grundvöll þeirra og nafn og búsetu styrkþega.
Ráðherra geri tillögu að útfærslu og kynni fyrir Alþingi eigi síðar en á haustþingi 2021.

Í þessu samhengi bendir Persónuvernd atvinnuveganefnd á að hinn 29. desember 2020 veitti Persónuvernd álit að beiðni atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis, í máli nr. 2020061975, um frumkvæðisbirtingu stjórnvalda á upplýsingum um heildargreiðslur til framleiðenda í landbúnaði sem þiggja stuðningsgreiðslur samkvæmt búvörusamningum. Í álitinu er komist að þeirri niðurstöðu að birting stjórnvalda á almennum persónuupplýsingum um einstaklinga sem þiggja stuðningsgreiðslur samkvæmt búvörusamningum geti samræmst lögum, nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, byggi hún á lagaheimild og skyldubundið mat á takmörkun aðgangsréttar samkvæmt upplýsingalögum nr. 140/2012 og reglugerð nr. 464/2018 standi því ekki í vegi.

Álit Persónuverndar er hjálagt, en það má einnig nálgast á vef Persónuverndar.

F.h. Persónuverndar,

Vigdís Eva Líndal                                     Rebekka Rán Samper



Var efnið hjálplegt? Nei