Umsagnir

Umsögn um tillögu til þingsályktunar um rafræna birtingu álagningar- og skattskrár

Mál nr. 2021020529

3.3.2021

Efni: Umsögn um tillögu til þingsályktunar um rafræna birtingu álagningar- og skattskrár

Persónuvernd vísar til beiðni efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis frá 26. febrúar 2021 um umsögn um tillögu til þingsályktunar um rafræna birtingu álagningar- og skattskrár (þskj. 278, 258. mál á 151. löggjafarþingi).

Lagt er til að Alþingi álykti að fela fjármála- og efnahagsráðherra að hlutast til um rafræna birtingu árlegrar álagningar- og skattskrár sem verði aðgengileg allt árið uns ný skrá er birt og að ráðherra leggi fyrir Alþingi frumvarp þessa efnis á vorþingi 2021.

Persónuvernd hefur áður gert athugasemdir við tillögu til þingsályktunar um rafræna birtingu álagningarskrár (þskj. 110, 110. mál á 150. löggjafarþingi), sbr. hjálagða umsögn stofnunarinnar frá 26. febrúar 2020 (mál nr. 2020020945 í málaskrá hennar). Var sú tillaga efnislega sambærileg fyrirliggjandi tillögu í öllum meginatriðum. Þau sjónarmið sem koma þar fram varðandi rafræna birtingu álagningarskráa eiga enn við að mati Persónuverndar og er umsögnin því ítrekuð.

Ekki eru að öðru leyti gerðar athugasemdir við efni tillögunnar að svo stöddu en tekið skal fram að Persónuvernd myndi veita nánari efnislega umsögn um ákvæði lagafrumvarps á grundvelli þingsályktunartillögunnar. Verði frekari umsagnar óskað um einstök atriði verður hún fúslega veitt.

F.h. Persónuverndar,

Vigdís Eva Líndal                               Bjarni Freyr Rúnarsson



Var efnið hjálplegt? Nei