Umsagnir

Umsögn um tillögu til þingsályktunar um rétt barna til að vita um uppruna sinn

Mál nr. 2020112819

25.11.2020

Efni: Umsögn um tillögu til þingsályktunar um rétt barna til að vita um uppruna sinn

Persónuvernd vísar til beiðni velferðarnefndar Alþingis frá 11. nóvember 2020 þar sem óskað er umsagnar stofnunarinnar um tillögu til þingsályktunar um rétt barna til að vita um uppruna sinn (192. mál á 151. löggjafarþingi, þskj. 193).

Með þingsályktunartillögunni er lagt til að Alþingi álykti að fela dómsmálaráðherra að undirbúa lagabreytingu sem tryggi að börn sem getin eru með tæknifrjóvgun og kynfrumugjöf eigi rétt á upplýsingum um uppruna sinn. Frumvarp þess efnis verði lagt fyrir Alþingi eigi síðar en í janúar 2021.

Persónuvernd bendir á nauðsyn þess að gætt sé að ákvæðum laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, við þá vinnslu persónuupplýsinga sem hér um ræðir. Yrði vinnslan því m.a. að samrýmast grunnreglum um sanngirni og meðalhóf, sbr. 1. og 3. tölul. 1. mgr. 8. gr. laganna. Að því marki sem í lagafrumvarpi á grundvelli þingsályktunartillögunnar yrði að finna ákvæði, sem varða myndu vinnslu persónuupplýsinga, myndi stofnunin veita efnislega umsögn um þau. Að öðru leyti eru ekki gerðar athugasemdir við þingsályktunartillöguna.

F.h. Persónuverndar,

Þórður Sveinsson           Helga Sigríður Þórhallsdóttir



Var efnið hjálplegt? Nei