Andmælaréttur
Þér er heimilt að andmæla vinnslu persónuupplýsinga er varðar þig sjálfan þegar vinnsla byggist á almannahagsmunum eða lögmætum hagsmunum.
Get ég andmælt vinnslu persónuupplýsinga?
Þér er almennt heimilt að andmæla vinnslu persónuupplýsinga er varðar þig sjálfan þegar vinnsla byggist á almannahagsmunum eða lögmætum hagsmunum þess sem vinnur með upplýsingarnar (ábyrgðaraðili).
Þegar þú andmælir vinnslu má ábyrgðaraðili ekki vinna persónuupplýsingarnar frekar nema hann geti sýnt fram á mikilvægar lögmætar ástæður fyrir vinnslunni sem ganga framar hagsmunum, réttindum og frelsi þínu, eða hún sé nauðsynleg til að stofna, hafa uppi eða verja réttarkröfur.
Eigi andmælin hins vegar rétt á sér er ábyrgðaraðila óheimil frekari vinnsla umræddra upplýsinga. Það er ávallt á hendi ábyrgðaraðila að sýna fram á að mikilvægir lögmætir hagsmunir hans gangi framar hagsmunum eða grundvallarréttindum og frelsi þínu. Þá getur þurft að skrásetja niðurstöðu hagsmunamatsins til að ábyrgðarskylda persónuverndarlaganna sé uppfyllt.