Allar spurningar og svör

Vefkökur

Vefkaka er lítil textaskrá, sem er vistuð á tölvu, eða í öðru snjalltæki þegar notandi heimsækir vefsíðu í fyrsta sinn.

Þegar notast er við vefkökur á vefsvæði þarf að fræða notendur síðunnar um að vinnsla persónuupplýsinga fari fram um þá með notkun vefkaka og í hvaða tilgangi.

Hvað er vefkaka (e. cookies)?

Vefkaka er lítil textaskrá, sem er vistuð á tölvu, eða í öðru snjalltæki þegar notandi heimsækir vefsíðu í fyrsta sinn.

Hver hefur eftirlit með vefkökum?

Fjarskiptastofa hefur eftirlit með því þegar vefkökur eru nýttar til að afla aðgangs að upplýsingum um notendur, safna földum upplýsingum um þá eða fylgjast með athöfnum þeirra. Eftirlit stofnunarinnar snýr að því hvort heimild standi til þessara vinnsluaðgerða, svo sem á grundvelli samþykkis, og hvort notendum sé gert viðvart um hana.
Persónuvernd annast hins vegar eftirlit með síðari vinnslu persónuupplýsinga sem fengnar eru með notkun vefkaka. Þetta á til að mynda um þá vinnslu sem felst í því að útbúa persónusnið um einstaklinga á grundvelli upplýsinga sem aflað hefur verið með vefköku.
Persónuvernd annast einnig eftirlit með öðrum reglum persónuverndarlöggjafarinnar í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga sem fram fer fyrir tilstilli vefkaka, þar með talið vegna þeirra vinnsluaðgerða sem sæta eftirliti Fjarskiptastofu, svo sem um upplýsingaöryggi og réttindi einstaklinga.



Var efnið hjálplegt? Nei