Allar spurningar og svör

Hvaða reglur gilda um notkun kennitalna?

Notkun kennitölu er heimil ef hún á sér málefnalegan tilgang og er nauðsynleg til að tryggja örugga persónugreiningu. 

 

Tilgangurinn með notkun kennitölu er fyrst og fremst sá að stuðla að öruggri persónugreiningu þegar það á við, þ.e. að tengja tilteknar upplýsingar við þann sem upplýsingarnar varða. Notkun kennitölu getur verið nauðsynleg til að tryggja að upplýsingum einstaklinga sé ekki ruglað saman og getur hún þannig stuðlað að því að upplýsingar séu öruggar og áreiðanlegar. Notkun kennitölu er til að mynda verið mjög mikilvægt á heilbrigðisstofnunum til að tryggja að unnið sé með réttar upplýsingar um sjúkling.

 Við mat á því hvort tilgangurinn er málefnalegur ber m.a. að líta til þess hvort örugg persónugreining sé mikilvæg fyrir einstaklinginn, fyrir þann sem notar kennitöluna eða vegna almannahagsmuna. Kröfunni um málefnalegan tilgang verður ekki fullnægt nema önnur auðkenni, svo sem nafn, heimilisfang eða viðskiptanúmer, séu ófullnægjandi.

Sem dæmi um málefnalega notkun kennitölu má nefna lánaviðskipti eða annars konar viðskiptasamband þar sem samningsaðilum er nauðsynlegt að tryggja örugga persónugreiningu viðsemjenda sinna, meðal annars vegna einhvers konar áhættu sem felst í viðskiptunum.

Að sama skapi getur það talist ómálefnalegt að óska eftir kennitölu í staðgreiðsluviðskiptum enda felst öllu jafna engin áhætta í slíkum gerningum sem krefst persónugreiningar.

Almennt þarf ekki leyfi frá Persónuvernd til að nota kennitölur.

 


Fáni EvrópusambandsinsVinnsla þessara spurninga og svara var styrkt af Evrópusambandinu - The European Union's Rights, Equality and Citizenship Programme (2014-2020)

Spurningarnar og svörin eru unnin af Persónuvernd sem ber fulla ábyrgð á þeim. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins ber enga ábyrgð á notkun þeirra upplýsinga sem svörin hafa að geyma.


Var efnið hjálplegt? Nei