Erlent samstarf

Fundur EDPB 12. maí 2022

17.5.2022

64. fundur Evrópska persónuverndarráðsins (EDPB) var haldinn 12. maí sl. 

Helstu atriði sem voru rædd og samþykkt á fundinum voru:

Leiðbeiningar um útreikning stjórnvaldssekta

Leiðbeiningum um útreikning stjórnvaldssekta er ætlað að samræma aðferðafræði persónuverndarstofnana við slíkan útreikning. Þær fela einnig í sér samræmda nálgun um upphaf útreikninga á sektum. Er þar sérstaklega litið til þriggja þátta: flokkun brots með tilliti til eðlis, alvarleika og veltu fyrirtækja.

Í leiðbeiningunum er sett fram fimm þrepa aðferð við útreikning sekta. Í fyrsta lagi verða persónuverndarstofnanir að ganga úr skugga um hvort málið varði eitt eða fleiri tilvik sem hægt er að sekta fyrir og hvort þau hafi leitt til eins eða fleiri brota, í þeim tilgangi er að meta hvort sektað verði fyrir öll brotin eða aðeins hluta þeirra.

Í öðru lagi að verða persónuverndarstofnanir nú að miða við samræmdan upphafspunkt við útreikning.

Í þriðja lagi að verða persónuverndarstofnanir að meta þá þætti sem hafa mildandi eða íþyngjandi áhrif á hvort sekt verði hækkuð eða lækkuð í samræmi við leiðbeiningarnar.

Í fjórða lagi er að ákveða lögbundið hámark sekta samkvæmt 4.-6. mgr. 83. gr. persónuverndarreglugerðarinnar og tryggja að ekki verði farið yfir þær fjárhæðir.

Í fimmta og síðasta lagi þurfa persónuverndarstofnanir að greina hvort útreiknuð sektarfjárhæð uppfylli almennar kröfur um að sektir séu skilvirkar, letjandi, hóflegar eða hvort sé þörf á frekari aðlögun sektarfjárhæðar.

Leiðbeiningarnar eru mikilvæg viðbót við þann ramma sem EDPB vinnur að fyrir skilvirkari samvinnu á milli persónuverndarstofnununum.

Leiðbeiningar um notkun andlitsgreiningartækni á sviði löggæslu

Leiðbeiningarnar veita löggjafa ESB og aðildarríkja sem og löggæsluyfirvöldum um innleiðingu og notkun andlitsgreiningartækni í löggæslutilgangi.

EDPB leggur áherslu á að andlitsgreiningartækni ætti aðeins að nota í algjöru samræmi við löggæsluskipunina (sem innleidd var hér á landi með lögum nr. 75/2019 um vinnslu persónuupplýsinga í löggæslutilgangi). Enn fremur ætti aðeins að nýta slíka tækni ef hún er nauðsynleg og hófleg í lýðræðisþjóðfélagi.

Í leiðbeiningunum áréttar EDPB ákall sitt um bann við notkun andlitsgreiningartækni í vissum tilvikum, sbr. sameiginlegt álit EDPB og EDPS um drög að gervigreindarlöggjöf ESB (e. Artificial Intelligence Act). Nánar tiltekið telur EDPB að bann ætti að gilda við:

  • að borin séu kennsl á líffræðileg einkenni einstaklinga í opinberum rýmum úr fjarlægð (e. remote biometric identification).
  • andlitsgreiningarkerfum sem flokka einstaklinga út frá líffræðilegum einkennum þeirra í hópa eftir uppruna, kyni, pólitískum skoðunum, kynhneigð eða öðrum ástæðum sem leitt geta til mismununar.
  • að andlitsgreiningartækni eða svipuð tækni sé notuð til að álykta um tilfinningar einstaklings.
  • vinnslu persónuupplýsingum í löggæslutilgangi sem styðst við gagnagrunn sem byggður hefur verið upp með umfangsmikilli söfnun persónuupplýsinga, t.d. með því að safna ljósmyndum og andlitsmyndum í stórum stíl af Netinu (e. data scraping).



Var efnið hjálplegt? Nei