Fréttir

Evrópska persónuverndarstofnunin gefur út leiðbeiningar um fyrirkomulag gagnaflutninga stofnana Evrópusambandsins til þriðju ríkja

2.8.2024

Evrópska persónuverndarstofnunin (EDPS), sem er óháð eftirlitsstjórnvald sem stuðlar meðal annars að góðum starfsvenjum og viðhefur eftirlit með vinnslu persónuupplýsinga hjá stofnunum Evrópusambandsins, hefur birt leiðbeiningar um fyrirkomulag gagnaflutninga á persónuupplýsingum frá stofnunum sambandsins til alþjóðastofnana. Fyrirkomulagið á að auðvelda stofnunum ESB að fara að gildandi gagnaverndarlögum reglugerðar (ESB) 2018/1725 þegar þær flytja persónuupplýsingar til alþjóðastofnana.

Með fyrirkomulaginu er lögð áhersla á meginreglur gagnaverndar auk þess sem að nauðsynlegar verndarráðstafanir eru tryggðar sem jafngildir í meginatriðum verndarráðstöfunum ESB löggjafarinnar.

Fréttatilkynning Evrópsku persónuverndarstofnunarinnar.



Var efnið hjálplegt? Nei