Fréttir

Málsmeðferðarreglur Persónuverndar

9.11.2021

Þann 8. nóvember sl. voru nýjar reglur um málsmeðferð Persónuverndar birtar í Stjórnartíðindum og öðluðust þær þegar gildi.

Reglurnar geyma meðal annars almenn ákvæði um málsmeðferð við upphaf mála og rannsókn þeirra, auk sérreglna um málsmeðferð kvartana, frumkvæðisathugana og úttekta, afgreiðslu öryggisbresta og beiðna um fyrirframsamráð, svo og beitingu valdheimilda Persónuverndar.

Reglurnar má nálgast á vef Stjórnartíðinda  en einnig á vef Persónuverndar.



Var efnið hjálplegt? Nei