Fréttir

Ársskýrsla Persónuverndar 2010 komin út

27.9.2011

Ársskýrsla Persónuverndar fyrir árið 2010 er komin út. Þar eru birtar almennar upplýsingar um stofnunina og starfsemi hennar, helstu álit og úrskurðir, yfirlit yfir útgefin leyfi og úttektarverkefni, samantekt um erlent samstarf, lög og reglur og yfirlit yfir rekstrarreikning.

Ársskýrsla Persónuverndar fyrir árið 2010 er komin út. Þar eru birtar almennar upplýsingar um stofnunina og starfsemi hennar, helstu álit og úrskurðir, yfirlit yfir útgefin leyfi og úttektarverkefni, samantekt um erlent samstarf, lög og reglur og yfirlit yfir rekstrarreikning.

Athygli vekur að fleiri mál en nokkurn tíma berast nú stofnuninni. Til samanburðar má nefna að árið 2008 voru ný mál hjá Persónuvernd skráð 985 en árið 2010 voru þau 1221. Á sama tíma hafa fjárveitingar til hennar verið skornar niður eins og nánar greinir í formála forstjóra.

Þá var fjöldi nýskráðra mála 1. september 2011 alls 935. Til samanburðar má nefna að 1. september árið 2010 voru nýskráð mál alls 719.

Ársskýrsluna má nálgast á pdf-formi hérna.




Var efnið hjálplegt? Nei