Fréttir

Heimildir tryggingafélaga

23.3.2006

Vegna mikillar umræðu í fjölmiðlum að undanförnu um afstöðu Persónuverndar varðandi heimildir tryggingafélaga til að afla upplýsinga um ættgenga sjúkdóma umsækjenda, skal eftirfarandi tekið fram:

Vegna mikillar umræðu í fjölmiðlum að undanförnu um afstöðu Persónuverndar varðandi heimildir tryggingafélaga til að afla upplýsinga um ættgenga sjúkdóma umsækjenda, skal eftirfarandi tekið fram:

Hinn 16. ágúst 2005 komst Persónuvernd að þeirri niðurstöðu að tryggingafélögum væri óheimilt að afla upplýsinga um ættgenga sjúkdóma umsækjenda um vátryggingu. Tryggingafélögin gerðu athugasemdir við þá niðurstöðu. Tók Persónuvernd málið á ný til skoðunar. Hún féllst ekki á sjónarmið tryggingafélaganna og sá ekki ástæðu til að endurskoða afstöðu sína. Var ákveðið að vekja athygli viðskiptaráðherra og viðskiptanefndar á málinu. Bréf Persónuverndar til tryggingafélaganna má sjá hér. Viðskiptaráðherra og formanni efnahags- og viðskiptanefndar var sent afrit af bréfi þessu, auk skýringarbréfs sem má sjá hér.



Var efnið hjálplegt? Nei