Fréttir

Lyfjagagnagrunnur landlæknis

19.11.2008

Lokið er athugun Persónuverndar á aðgangi að persónuupplýsingum í lyfjagagnagrunni landlæknis.

Þann 19. nóvember 2008 birtist svohljóðandi frétt á heimasíðu Persónuverndar:

 

„Lokið er athugun Persónuverndar á aðgangi að persónuupplýsingum í lyfjagagnagrunni landlæknis. Var talið að aðgangi væri hagað í samræmi við lög. Þó mætti gera tilteknar öryggisúrbætur, m.a. að því er varðar aðgerðaskrár (log skrár) svo tryggt sé að ávallt sé vitað hverjir hafa skoðað persónuupplýsingar í lyfjagagnagrunninum og til hvers. Einnig var leiðbeint um ráðstafanir til að nauðsynlegar upplýsingar um kostnað einstaklinga vegna lyfjakaupa verði skráðar í gagnagrunninn – þ.e. upplýsingar sem þarf til að hann nýtist í raun fyrir endurgreiðslur til sjúklinga vegna lyfjakostnaðar.

Ákvörðun Persónuverndar.“




Var efnið hjálplegt? Nei