Fréttir

Réttur viðskiptamanna fjármálafyrirtækja til vitneskju

22.10.2009

Svarað hefur verið fyrirspurn viðskiptaráðherra um rétt manna til að vita hvaða starfsmenn fjármálafyrirtækja hafi skoðað fjárhagsupplýsingar þeirra.

Persónuvernd hefur svarað fyrirspurn viðskiptaráðherra um hvort lagabreytinga sé þörf ef tryggja eigi rétt viðskiptamanna fjármálafyrirtækja til upplýsinga um hvaða starfsmenn fyrirtækjanna hafi haft aðgang að upplýsingum um fjármál þeirra. Tilefni fyrirspurnarinnar er frumvarp til breytinga á lögum um fjármálafyrirtæki. Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu að ef ótvírætt á að lögfesta rétt viðskiptamanns fjármálafyrirtækja til að fá að vita hvaða starfsmenn fyrirtækjanna hafi skoðað fjárhagsupplýsingar um sig, þurfi að gera það sérstaklega, enda leiði slíkt ekki af gildandi lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga nr. 77/2000.

Svar Persónuverndar í heild sinni.




Var efnið hjálplegt? Nei