Fréttir

Auðkenning þjónustusýna hjá Frumurannsóknastofu Leitarstöðvar KÍ

30.11.2009

Persónuvernd hefur svarað erindi Krabbameinsfélags Íslands varðandi auðkenningu svokallaðra þjónustusýna.

Persónuvernd hefur svarað erindi Krabbameinsfélags Íslands varðandi auðkenningu svokallaðra þjónustusýna. Eftir breytingu á lögum nr. 110/2000 um lífsýnasöfn með lögum nr. 48/2009 er nú gerður greinarmunur á vísindasýnum og þjónustusýnum, þ.e. sýnum sem aflað er í vísindalegum tilgangi annars vegar og sýnum sem tekin eru vegna heilbrigðisþjónustu hins vegar. Gerir Persónuvernd ekki athugasemdir við að þjónustusýni séu merkt með persónuauðkennum á Lífsýnasafni Frumurannsóknastofu Leitarsviðs KÍ.

Svar Persónuverndar í heild sinni.

 




Var efnið hjálplegt? Nei