Fréttir
Skoðun Vinnumálastofnunar á IP-tölum úr rafrænum tilkynningum
Persónuvernd gerir ekki athugasemd við skoðun Vinnumálastofnunar á þeim hluta IP-tölu sem hefur að geyma auðkenni þess lands sem IP-talan stafar frá, þ.e. í rafrænni tilkynningu til stofnunarinnar um atvinnuleysi.
Persónuvernd gerir ekki athugasemd við skoðun Vinnumálastofnunar á þeim hluta IP-tölu sem hefur að geyma auðkenni þess lands sem IP-talan stafar frá, þ.e. í rafrænni tilkynningu til stofnunarinnar um atvinnuleysi. Persónuvernd telur þó rétt, í ljósi sjónarmiða um sanngjarna vinnslu og vandaða vinnsluhætti, að Vinnumálastofnun geri þeim sem skrá sig atvinnulausa grein fyrir því að hún safni og vinni með upplýsingar um IP-tölur þeirra.
Niðurstaða Persónuverndar.