Fréttir

Staðgengill forstjóra

11.12.2020

Frá og með 11. desember 2020 verður Vigdís Eva Líndal, sviðsstjóri erlends samstarfs og fræðslu, staðgengill forstjóra Persónuverndar.

Vigdís lauk meistaraprófi frá lagadeild Háskóla Íslands árið 2009. Frá 2008 til 2010 var hún lögfræðingur hjá iðnaðarráðuneyti. Vigdís hefur starfað hjá Persónuvernd frá árinu 2010. Árið 2016 varð hún verkefnastjóri EES-mála hjá stofnuninni, skrifstofustjóri upplýsingaöryggis frá 2018 og frá árinu 2019 hefur hún gegnt stöðu sviðsstjóra erlends samstarfs og fræðslu.

Vigdís sækir fundi, f.h. Persónuverndar, hjá Evrópska persónuverndarráðinu (EDPB) og er aðalfulltrúi stofnunarinnar í Netöryggisráði. Hún hefur jafnframt tekið þátt í margvíslegu öðru innlendu og erlendu samstarfi á sviði persónuverndar, setið í nefndum og ráðum fyrir stjórnvöld, sinnt kennslu í persónuvernd á háskólastigi og haldið fjölda fyrirlestra um málefni tengd persónuvernd á innlendum og erlendum vettvangi.



Var efnið hjálplegt? Nei