Fréttir

Öryggisbrestur hjá Facebook

Facebook hefur tilkynnt um öryggisbrest sem varðar um 50 milljón notendur.

3.10.2018

Í síðustu viku var írsku persónuverndarstofnuninni tilkynnt um öryggisbrest hjá Facebook. Öryggisbresturinn varðar um 50 milljón notendur hjá fyrirtækinu. Persónuvernd fylgist grannt með framvindu málsins og hefur í því sambandi óskað eftir upplýsingum um hvort einstaklingar, staðsettir á Íslandi, hafi verið meðal þeirra sem urðu fyrir öryggisbrestinum. Ef svo reynist má gera ráð fyrir að Persónuvernd taki þátt í rannsókn málsins ásamt öðrum evrópskum persónuverndarstofnunum.

Samkvæmt persónuverndarlöggjöfinni er persónuverndarstofnunin í því landi þar sem viðkomandi fyrirtæki er með höfuðstöðvar svokallað forystustjórnvald við rannsókn mála. Í tilviki Facebook er írska persónuverndarstofnunin forystustjórnvaldið en aðrar persónuverndarstofnanir innan EES geta tekið þátt í rannsókn mála ef málið varðar þá sem eru staðsettir í öðrum ríkjum innan svæðisins.


Var efnið hjálplegt? Nei