Fréttir

Persónuverndarreglugerðin eins árs - staða mála

24.5.2019

Þann 25. maí 2019 verður eitt ár liðið frá því að evrópska persónuverndarreglugerðin kom til framkvæmda hjá Evrópusambandinu. Reglugerðin tók gildi á Íslandi þann 15. júlí 2018. Í tilefni af þessum tímamótum hefur Evrópska persónuverndarráðið gefið út myndband sem skýrir hlutverk ráðsins nánar, auk þess sem gefin var út tölfræði er tengist reglugerðinni.

Myndband

Frá fyrsta degi hafa mál er varða vinnslu persónuupplýsinga yfir landamæri verið skráð í samskiptakerfi ráðsins, svokallað IMI-kerfi, en á tímabilinu frá 25. maí 2018 til 30. apríl 2019 voru skráð 446 mál er vörðuðu vinnslu yfir landamæri. 205 þeirra hafa leitt til þess að kerfi eins afgreiðslustaðar (e. one stop shop procedure) var virkjað og af þeim hefur 19 málum verið lokið.

GDPR-1-ars-A

Þá merkja allar persónuverndarstofnanir innan EES aukningu í málafjölda miðað við árið 2017. Þannig hafa verið skráð í málaskrárkerfi þessara stofnana yfir 144.000 kvartanir og 89.000 tilkynningar um öryggisbresti. 63% þessara mála er lokið en 37% eru enn til meðferðar. 

 
GDPR-1-ars-BGDPR-1-ars-C

Based on information provided by SAs from 27 EEA countries
Germany: Based on information provided by The Federal and 17 Regional SAs

Nánari umfjöllun um könnunina og niðurstöður Evrópsku hagstofunnar (Eurobarometer) má nálgast á vefsíðu EDPB



Var efnið hjálplegt? Nei