Fréttir

Rafræn vöktun á vegum sendiráðs Kína

5.10.2020

Persónuvernd hefur vakið athygli utanríkisráðuneytisins á ábendingu sem barst stofnuninni um rafræna vöktun á vegum sendiráðs Kína, við húsakynni þess að Bríetartúni 1 í Reykjavík. Er þar vísað til þess að myndvélar á vegum sendiráðsins vakti svæði sem fari verulega út fyrir lóðamörk sendiráðsins og nái þannig yfir óþarflega víðtækt svæði. Vöktunin kunni þar með að brjóta gegn ákvæðum laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.

Í bréfi Persónuverndar til utanríkisráðuneytisins, sem birt er með frétt þessari, kemur fram að í ljósi reglna um úrlendisrétt sé það mat Persónuverndar að stofnunin geti ekki aðhafst frekar í málinu. Hefur Persónuvernd því farið þess á leit við ráðuneytið að það komi umræddum athugasemdum við vöktunina á framfæri við sendiherra Kína á Íslandi.

Bréf Persónuverndar til ráðuneytisins er að finna hér.



Var efnið hjálplegt? Nei